Vetraríþróttamiðstöð Íslands

Vetraríþróttamiðstöð Íslands

Vetraríþróttamiðstöð Íslands


 
VETRARÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ ÍSLANDSNýjustu fréttir

Beth Fox fær Cobb Partnership verðlaunin

Cobb verðlaunin afhent. Frá vinstri: Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Beth Fox og Charles Cobb, fyrrum sendiherrra á Íslandi.

Beth Fox sem kennt hefur á námskeiðum fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli undanfarin ár fékk á dögunum Cobb Partnership verðlaunin sem Fullbright stofnunin í Bandaríkjunum veitir. Viðurkenningin er veitt á Íslandi u.þ.b. annað hvert ár á vegum Fullbright stofnunarinnar en til verðlaunanna var stofnað árið 1991 af þáverandi sendiherrahjónum á Íslandi, Charles E. Cobb Jr. og Sue Cobb. Verðlaunin eru veitt þeim Bandaríkjamanni sem hefur unnið farsællega að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og styrkt tengslin milli landanna tveggja, hvort heldur er á sviði menningar, mennta eða atvinnulífs.

Lesa meira

Skíðanámskeið í febrúar fyrir fatlað fólk

Dagana 15. - 17. febrúar næstkomandi verður haldið skíðanámskeið í Hlíðarfjalli sem ætlað er annars vegar einstaklingum með þroskahamlanir og/eða röskun á einhverfurófi og hins vegar leiðbeinendur, skíðakennara og aðra sem áhuga hafa á skíðaiðkun fatlaðra. Aðal leiðbeinandi námskeiðsins verður  Beth Fox sem hefur kennt fötluðu fólki á skíði síðastliðin 25 ár. Hún er framkvæmdastjóri National Sports Center for the Disabled (NSCD) sem sérhæfir sig í útivist fatlaðs fólks. Vanir Íslenskir leiðbeinendur verða henni til aðstoðar. Lesa meira

Fyrirlestur um hreyfingu fatlaðra - frestun um óákveðinn tíma vegna veðurs

Föstudaginn 2. nóvember mun Ingi Þór Einarsson, aðjúnkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Hákóla Íslands halda fyrirlestur um hreyfingu fatlaðra í Háskólanum á Akureyri. 

Lesa meira

empty

Mynd augnabliksins

thtr3680.jpg
Eljagangur

Deildin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn