Fréttir

HM kvenna í íshokkí á Akureyri

HM kvenna í íshokkí fer fram á Akureyri þessa dagana. Um er að ræða B-riðil 2. deildar kvenna og er Ísland gestgjafi. Ásamt Íslandi leika Tyrkland, Rúmenía, Mexíkó, Spánn og Nýja Sjáland á mótinu. Ísland hefur þegar leikið þrjá leiki á mótinu og unnust sigrar á Tyrkjum og Rúmenum en tap var staðreyndin gegn Mexíkó. Í kvöld leikur liðið við Nýja Sjáland og síðasti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Spáni. Allir leikir liðsins eru í Skautahöllinni á Akureyri og hefjast kl. 20:00 Heilmikið umstang fylgir svona keppni en alls eru keppendur um 140, fylgifiskar liðanna um 50, dómarar og annað starfsfólk frá alþjóða íshokkísambandinu og svo framvegis. VMÍ styrkti íshokkísamband Ísland vegna kostnaðar við mótið.
Lesa meira

Ný stjórn VMÍ

Ný stjórn VMÍ tók við í lok árs 2016.
Lesa meira

Beth Fox fær Cobb Partnership verðlaunin

Beth Fox sem kennt hefur á námskeiðum fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli undanfarin ár fékk á dögunum Cobb Partnership verðlaunin sem Fullbright stofnunin í Bandaríkjunum veitir. Viðurkenningin er veitt á Íslandi u.þ.b. annað hvert ár á vegum Fullbright stofnunarinnar en til verðlaunanna var stofnað árið 1991 af þáverandi sendiherrahjónum á Íslandi, Charles E. Cobb Jr. og Sue Cobb. Verðlaunin eru veitt þeim Bandaríkjamanni sem hefur unnið farsællega að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og styrkt tengslin milli landanna tveggja, hvort heldur er á sviði menningar, mennta eða atvinnulífs.
Lesa meira

Skíðanámskeið í febrúar fyrir fatlað fólk

Dagana 15. - 17. febrúar næstkomandi verður haldið skíðanámskeið í Hlíðarfjalli sem ætlað er annars vegar einstaklingum með þroskahamlanir og/eða röskun á einhverfurófi og hins vegar leiðbeinendur, skíðakennara og aðra sem áhuga hafa á skíðaiðkun fatlaðra. Aðal leiðbeinandi námskeiðsins verður  Beth Fox sem hefur kennt fötluðu fólki á skíði síðastliðin 25 ár. Hún er framkvæmdastjóri National Sports Center for the Disabled (NSCD) sem sérhæfir sig í útivist fatlaðs fólks. Vanir Íslenskir leiðbeinendur verða henni til aðstoðar.
Lesa meira

Fyrirlestur um hreyfingu fatlaðra - frestun um óákveðinn tíma vegna veðurs

Föstudaginn 2. nóvember mun Ingi Þór Einarsson, aðjúnkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Hákóla Íslands halda fyrirlestur um hreyfingu fatlaðra í Háskólanum á Akureyri. 
Lesa meira

Hermann fékk heiðursviðurkenningu

Á hátíðarfundi bæjarstjórnar Akureyrar á dögunum vegna 150 ára afmælis bæjarins var Hermanni Sigtryggssyni, fyrsta framkvæmdastjóra Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, veitt heiðursviðurkenning fyrir framlag sitt til íþrótta- og tómstundamála í bænum undanfarna áratugi. Við sama tækifæri fékk Jóna Berta Jónsdóttir viðurkenningu fyrir störf sín í 30 ár fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar.
Lesa meira

Vel heppnaður Éljagangur

Vetrarhátíðinni Éljagangur lauk í gær en hátíðin hófst sl. fimmtudag. Hátíðin heppnaðist í alla staði vel þrátt fyrir að veðrið hafi gert skipulaginu erfitt fyrir á stundum með hitatölum og þó nokkru hvassviðri á köflum. Mikil stemning skapaðist á Ráðhústorgi alla helgina þar sem snjóbrettakappar léku list sínar við hlið Frosta snjókalls. Mikil aðsókn var á skíðagöngunámskeiðið, sleðaspyrnuna, ískrossið og á Vetrarsportsýninguna í Boganum og margir tóku þátt í fjölmörgum ferðum sem í boði voru á meðan hátíðinni stóð.
Lesa meira

Þétt dagskrá á Éljagangi um næstu helgi

Fimmtudaginn 9. febrúar hefst vetrarhátíðin Éljagangur 2012 á Akureyri en hún er fastur liður í vetrarafþreyingu í bænum. Að hátíðinni standa EY-LÍV félag vélsleðamanna í Eyjafirði, Akureyrarstofa, KKA akstursíþróttafélag, Vetraríþróttamiðstöð Íslands, Hlíðarfjall, Skíðafélag Akureyrar og Ungmennafélag Akureyrar. Hátíðin stendur í fjóra daga en dagskrárliðir hennar eru í Hlíðarfjalli, á Akureyri og víðar á Norðurlandi. 
Lesa meira

Snjór um víða veröld

Mikið verður viðhaft næstkomandi sunnudag, 22. janúar, á öllum helstu skíðasvæðum Íslands. Þá taka Skíðasamband Íslands, skíðafélögin og skíðasvæðin höndum saman um þátttöku í átaki Alþjóða skíðasambandsins, FIS, um að tileinka einn dag á vetri hvatningu til aukinnar skíðaiðkunnar barna. „World Snow Day“ er nú haldinn í fyrsta sinn um allan heim og hér á landi undir yfirskriftinni „Snjór um víða veröld“. Af þessu tilefni verður ókeypis á skíðasvæðin á sunnudag fyrir 12 ára og yngri og á skíðavæðunum í Hlíðarfjalli, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Tindastóli, Stafdal og Oddsskarði verður frítt fyrir alla þennan dag. 
Lesa meira

Ástralskt íshokkílið í heimsókn

Ástralskt lið skipað leikmönnum í úrtökuliði fyrir ástralska kvennalandsliðið í íshokkí var hér í hálfs mánaðar æfingabúðum á dögunum. Liðið hélt rakleiðis til Akureyrar þar sem hópnum var komið fyrir á heimilum norðlenskra leikmanna en eyddi síðustu fimm dögunum í Reykjavík og nutu gestrisni Sunnlendinga.
Lesa meira