Ástralskt íshokkílið í heimsókn

Liðin stilltu sér upp með fána Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Ekki á hverjum degi sem íshokkílið k…
Liðin stilltu sér upp með fána Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Ekki á hverjum degi sem íshokkílið kemur til Íslands svo langt að.

Ástralskt lið skipað leikmönnum í úrtökuliði fyrir ástralska kvennalandsliðið í íshokkí var hér í hálfs mánaðar æfingabúðum á dögunum. Liðið hélt rakleiðis til Akureyrar þar sem hópnum var komið fyrir á heimilum norðlenskra leikmanna en eyddi síðustu fimm dögunum í Reykjavík og nutu gestrisni Sunnlendinga.

Áströlsku stúlkurnar æfðu íshokkí alla dagana eða spiluðu æfingaleiki við íslensku félagsliðin. Í lok heimsóknarinnar voru skipulagðar æfingarbúðir íslenska landliðsins. Settar voru upp æfingar og spilaðir voru 3 landsleikir á 3 dögum bæði í Egilshöll og í Skautahöllinni í Laugardal. Gestirnir töpuðu öllum leikjunum við okkar stúlkur en þrátt fyrir styrkleikamuninn höfðu bæði félagsliðin og landsliðið okkar mjög mikið gagn og gaman af heimsókninni.

Ástralska liðið gerði ýmislegt annað sér til skemmtunar meðan á dvölinni stóð og fóru t.d á skíði í Hlíðarfjalli og prófuðu krullu í Skautahöllinni. Í hópnum voru nokkrar sem höfðu aldrei séð snjó fyrr og hvað þá komið á alvöru skíðasvæði. Nokkrar stúlkur prófuðu græjurnar en aðrað létu sér nægja að leika sér í sjónum. Var þetta ógleymanlegur hluti af annars vel heppnaðri ferð um langan veg.

Sarah Smiley leikmaður og þjálfari hjá Skautafélagi Akureyrar og Kvennanefnd ÍHÍ hafði veg og vanda af þessari heimsókn.