Éljagangur á Akureyri í febrúar!

Éljagangur er árviss vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri sem haldin verður um miðjan febrúar. Um allan bæinn og í nágrenni verða uppákomur s.s. Vasa-ljósaganga og snjóhindrunarhlaup í Hlíðarfjalli, snjósleðaspyrna og ískross á Leirutjörn, bústinn snjókarl verður á Ráðhústorgi, fjallganga á Kerlingu, ísskúlptúr við Menningarhúsið Hof, snjóþotuferðir á vegum Kaldbaksferða og hin árlega Vetrarsportsýning EY-LÍV sem er nú mun stærri og fjölbreyttari en áður og höfðar til allra sem hafa áhuga á útivist að vetrarlagi. Dagskráin hefst fimmtudaginn 10. febrúar og lýkur sunnudaginn 13. febrúar. Fjöldi félaga og fyrirtækja koma að dagskrá Éljagangs 2011. Þar má nefna Ungmennafélag Akureyrar, Skíðafélag Akureyrar, KKA, Hestamannafélagið Léttir, Menningarhúsið Hof í samvinnu við veitingastaðinn 1862 Nordic Bistro og Skautafélag Akureyrar.  Fyrirtæki og félög sem skipuleggja ferðir í tengslum við hátíðina með einhverjum hætti eru Naturalis, Ferðafélag Akureyrar, Extreme Iceland, Kaldbaksferðir, K2M, Kjarnaskógur, Saga Travel og Skíðarútan.
Utanumhald með Éljagangi 2011 er í höndum Akureyrarstofu, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Hlíðarfjalls og EY-LÍV en Vetraríþróttamiðstöð Íslands er meðal þeirra sem að hátíðinni standa.

Dagskrá Éljagangs má sjá á heimasíðu hátíðirnnar - (smella hér)