Skálabraut viðbót á byrjendasvæði Hlíðarfjalls

Sjöunda lyftan á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, Skálabraut, var tekin í notkun síðastliðinn laugardag. Lyftan er á byrjendasvæðinu, liggur samsíða Hólabraut og kemur til með að nýtast byrjendum mjög vel. Um er að ræða diskalyftu, 355 metra að lengd og getur hún annað 700 manns á klukkustund á fullum afköstum. Framkvæmdir við lyftuna hófust í byrjun september og gengu þær vel.