Erna valin Íþróttakona ÍF 2010

Erna Friðriksdóttir, skíðakona frá Egilsstöðum hefur verið útnefnd íþróttakona Íþróttasambands fatlaðra árið 2010. Erna er 23 ára gömul frá skíðafélaginu í Stafdal. Erna varð á árinu fyrst Íslendinga til að tryggja sér þátttökurétt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fóru í Kanada í mars. Hún er öflug skíðakona og stundar æfingar af kappi í Winterpark í Colorado í Bandaríkjunum þar sem hún nýtur leiðsagnar Scott Olson. Þess má geta að Erna var einnig valin Íþróttamaður ÚÍA á Egilsstöðum árið 2009.