Fyrirlestur um hreyfingu fatlaðra - frestun um óákveðinn tíma vegna veðurs

Föstudaginn 2. nóvember mun Ingi Þór Einarsson, aðjúnkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Hákóla Íslands halda fyrirlestur um hreyfingu fatlaðra í Háskólanum á Akureyri. 

Fyrirlesturinn ber heitið „Virkjum fatlað fólk meira til hreyfingar" og hefst hann kl. 16 í stofu M 102. Fyrirlesturinn er öllum opinn endurgjaldslaust.
Í fyrirlestri sínum mun Ingi Þór höfða til þjálfara, kennara, þroskaþjálfa, skyldmenna og annarra sem koma að skiulagðri, jafnt sem óskipulagðri hreyfingu fatlaðra. Að fyrirlestrinum standa Búsetudeild Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Vetraríþróttanefnd Íslands.