HM kvenna í íshokkí á Akureyri

Birna Baldursdóttir í leik með íslenska liðinu. Mynd: Þórir Tryggva
Birna Baldursdóttir í leik með íslenska liðinu. Mynd: Þórir Tryggva

HM kvenna í íshokkí fer fram á Akureyri þessa dagana. Um er að ræða B-riðil 2. deildar kvenna og er Ísland gestgjafi. Ásamt Íslandi leika Tyrkland, Rúmenía, Mexíkó, Spánn og Nýja Sjáland á mótinu.

Ísland hefur þegar leikið þrjá leiki á mótinu og unnust sigrar á Tyrkjum og Rúmenum en tap var staðreyndin gegn Mexíkó. Í kvöld leikur liðið við Nýja Sjáland og síðasti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Spáni. Allir leikir liðsins eru í Skautahöllinni á Akureyri og hefjast kl. 20:00

Heilmikið umstang fylgir svona keppni en alls eru keppendur um 140, fylgifiskar liðanna um 50, dómarar og annað starfsfólk frá alþjóða íshokkísambandinu og svo framvegis. VMÍ styrkti íshokkísamband Ísland vegna kostnaðar við mótið.