Vel heppnaður Éljagangur

Vetrarhátíðinni Éljagangur lauk í gær en hátíðin hófst sl. fimmtudag. Hátíðin heppnaðist í alla staði vel þrátt fyrir að veðrið hafi gert skipulaginu erfitt fyrir á stundum með hitatölum og þó nokkru hvassviðri á köflum. Mikil stemning skapaðist á Ráðhústorgi alla helgina þar sem snjóbrettakappar léku list sínar við hlið Frosta snjókalls. Mikil aðsókn var á skíðagöngunámskeiðið, sleðaspyrnuna, ískrossið og á Vetrarsportsýninguna í Boganum og margir tóku þátt í fjölmörgum ferðum sem í boði voru á meðan hátíðinni stóð.  Undirbúningshópur Éljagangs vill þakka öllum sem að hátíðinni komu fyrir mikið og gott starf. Sjáumst hress á Éljagangi 2013.