Vetraríþróttir og ferðamennska á Austurlandi

Þann 23. febrúar næstkomandi verður haldin ráðstefna á vegum atvinnumálanefndar sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs þar sem umfjöllunarefnið verður vetraríþróttir og ferðamennska á Austurlandi. Ráðstefnan verður á Hótel Héraði og hefst kl. 10 að morgni. Hún verður öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Meðal framsögumanna verða Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði sem fjallar um skíðasvæðið í Stafdal og framtíðarsýn fyrir það. Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttmiðstöðvar Íslands fjallar um uppbyggingu vetrarírþrótta á Akureyri og samstarf. Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands fjallar um uppbygingu, framtíð og samstarf.
Síðari hluti ráðstefnunnar beinist að tengslum vetraríþrótta og ferðaþjónustu. Um það efni fjalla í erindum sínum þær Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Möðrudal.

Dagskrá ráðstefnunnar

VETRARÍÞRÓTTIR OG FERÐAMENNSKA

10:00 Ráðstefnan sett - markmið ráðstefnunnar
Gunnar Þór Sigurbjörnsson, form atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs

10:15 Skíðasvæðið í Stafdal - staðan í Stafdal og framtíðarsýn
Ólafur Hr. Sigursson, bæjarstjóri Seyðisfirði

10:45 Vetrarþróttamiðstöð Íslands - uppbygging-VMÍ-Akureyri-samstarf
Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri  VMÍ

11:30 Skautaíþróttir - uppbygging-framtíðin-samstarf
Viðar Garðarsson form Íshokkísambands Íslands

12:00 Matarhlé

12:30 Ferðaþjónusta og vetraríþróttir - tækifæri og möguleikar - Hvað þarf til?
Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands

13:30 Ferðaþjónusta og vetraríþróttir - Tækifæri og möguleikar - Hvað þarf til?
Elísabet Svava Kristjánsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Möðrudal

14:00 Raddir notenda - reynslusögur og óskir
göngumenn/skíðamenn/skautamenn/mótorsport

15:00 Pallborðsumræður og samantekt - þátttakendur eru fyrirlesarar dagsins
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs stjórnar pallborðsumræðum

16:00 Niðurstaða - næstu skref - starfshópur? - ráðstefnuslit

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Boðið upp á léttar veitingar og súpu og brauð í hádeginu.