Fréttir

Ársfundur NASAA og samtaka íslenskra skíðasvæða

Fyrir skömmu var haldinn á Sauðárkróki ársfundur NASAA sem eru samtök skíðasvæða á Íslandi og í Skotlandi. Þetta er í annað skipti sem ársfundur samtakanna er haldinn hér á landi. Við þetta tækifæri var jafnframt haldinn fundur Samtaka skíðasvæða á Íslandi og tók Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðsins við formennsku við það tækifæri. Hann segir bæði mikils virði fyrir skíðasvæðin á Íslandi að hafa með sér gott samstarf og ekki síður ávinning af samstarfinu við Skotana.
Lesa meira

Mikil vakning í skíðamennsku fatlaðra

„Það hefur verið efnt til tveggja námskeiða í vetur og auk þess höfum við boðið upp á leiðbeiningar annan hvern föstudag. Það er greinilega aukinn áhugi meðal fatlaðra á að kynna sér þessa möguleika og nú þegar eru nokkrir einstaklingar sem eru orðnir fyllilega sjálfbjarga á skíðasvæðinu," segir Elsa Skúladóttir, þroskaþjálfi en hún starfar í áhugahópnum Útivist án landamæra að því að leiðbeina fötluðum í notkun skíðabúnaðar. Þetta starf hefur farið fram á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli en grunnurinn að því var lagður með námskeiðum sem Íþróttasamband fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Hlíðarfjall hafa efnt til. Fyrsta námskeiðið var árið 2000 og hafa þau síðan verið haldin reglubundið. Til leiðbeininga á námskeiðunum hefur verið fengið erlent fagfólk á þessu sviði en smám saman hefur myndast lítill hópur fólks í kringum námskeiðin sem hefur aflað sér þekkingar í leiðbeiningum og notkun skíðabúnaðar fyrir fatlaða. Á fyrra námskeiðinu í vetur var bandarískur leiðbeinandi en Elsa og fleiri íslenskir leiðbeinendur önnuðust síðara námskeiðið. Og alla næstu viku mun Elsa, ásamt breskum leiðbeinanda, bjóða leiðbeiningar fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli.
Lesa meira

Vetraríþróttir og ferðamennska á Austurlandi

Þann 23. febrúar næstkomandi verður haldin ráðstefna á vegum atvinnumálanefndar sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs þar sem umfjöllunarefnið verður vetraríþróttir og ferðamennska á Austurlandi. Ráðstefnan verður á Hótel Héraði og hefst kl. 10 að morgni. Hún verður öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Éljagangur hefst á fimmtudag

Vetrarhátíðin Éljagangur 2011 verður sett í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 10. febrúar og stendur fram á sunnudag.  Setningarathöfnin hefst klukkan 19 með snjóhindrunarhlaupi sem skipulagt er af Ungmennafélagi Akureyrar og Hlíðarfjalli. Þátttaka er öllum heimil og er það von skipuleggjenda að sem flestir taki þátt og spreyti sig m.a. við bæjarstjórn Akureyrar sem hefur verið boðið sérstaklega að sýna hvað í henni býr.
Lesa meira

Tvö skíðanámskeið fyrir fatlaða á næstunni

Framundan eru tvö skíðanámskeið fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli sem að standa Íþróttasamband fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Hlíðarfjall í samstarfi við Winter Park, Colorado. Námskeiðin verða haldin dagana 18.-20 febrúar annars vegar og hins vegar 4. - 6. mars.
Lesa meira

Éljagangur á Akureyri í febrúar!

Éljagangur er árviss vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri sem haldin verður um miðjan febrúar. Um allan bæinn og í nágrenni verða uppákomur s.s. Vasa-ljósaganga og snjóhindrunarhlaup í Hlíðarfjalli, snjósleðaspyrna og ískross á Leirutjörn, bústinn snjókarl verður á Ráðhústorgi, fjallganga á Kerlingu, ísskúlptúr við Menningarhúsið Hof, snjóþotuferðir á vegum Kaldbaksferða og hin árlega Vetrarsportsýning EY-LÍV sem er nú mun stærri og fjölbreyttari en áður og höfðar til allra sem hafa áhuga á útivist að vetrarlagi. Dagskráin hefst fimmtudaginn 10. febrúar og lýkur sunnudaginn 13. febrúar.
Lesa meira

Skálabraut viðbót á byrjendasvæði Hlíðarfjalls

Sjöunda lyftan á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli, Skálabraut, var tekin í notkun síðastliðinn laugardag. Lyftan er á byrjendasvæðinu, liggur samsíða Hólabraut og kemur til með að nýtast byrjendum mjög vel. Um er að ræða diskalyftu, 355 metra að lengd og getur hún annað 700 manns á klukkustund á fullum afköstum. Framkvæmdir við lyftuna hófust í byrjun september og gengu þær vel.
Lesa meira

Hermann vígði nýja lyftu á 80 ára afmælisdaginn

Hermann Sigtryggsson, fyrsti framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, vígði nýja toglyftu við Skálabraut í Hlíðarfjalli á 80 ára afmælisdegi sínum, þann 15. janúar síðastliðinn. Fór vel á því, enda Hermann verið ötull hvatamaður uppbyggingar á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og átt þar ófá handtök í framkvæmdum. Að ekki sé minnst á starf hans að uppbyggingunni sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Akureyrarbæjar til fjölda ára.
Lesa meira

Erna valin Íþróttakona ÍF 2010

Erna Friðriksdóttir, skíðakona frá Egilsstöðum hefur verið útnefnd íþróttakona Íþróttasambands fatlaðra árið 2010. Erna er 23 ára gömul frá skíðafélaginu í Stafdal. Erna varð á árinu fyrst Íslendinga til að tryggja sér þátttökurétt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fóru í Kanada í mars. Hún er öflug skíðakona og stundar æfingar af kappi í Winterpark í Colorado í Bandaríkjunum þar sem hún nýtur leiðsagnar Scott Olson. Þess má geta að Erna var einnig valin Íþróttamaður ÚÍA á Egilsstöðum árið 2009.
Lesa meira

Góð þátttaka í dagskrárliðum helgarinnar

Margt var um að vera á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ um liðna helgi. Í Hlíðarfjalli var héldu brettamenn fyrsta mót vetrarins, konur gengu í spor Þórunnar Hyrnu, börn og unglingar kepptu í listdansi á skautum og loks var hlaupið í snjónum í einu af vetrarhlaupum Ungmennafélags Akureyrar.
Lesa meira