Fréttir

Skíðaganga innanhúss á Vetraríþróttahátið ÍSÍ um komandi helgi

„Ég vil eindregið hvetja fólk til að nota tækifærið á næstu vikum og fylgjast með viðburðum á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ því af nógu er að taka af skemmtilegum keppnum og öðrum atriðum. Setningarhelgin tókst frábærlega vel og gaf tóninn fyrir það sem koma skal,“ segir Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ, um upphaf Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ sem sett var á Akureyri um liðna helgi. Á setningarathöfnina í Skautahöllinni mættu um 700 manns og þar voru m.a. Ólympíufarar Íslands kynntir. Eftir setningarathöfnina voru síðan skemmtilegir íshokkíleikir sem fjöldi fólks fylgdist með og á laugardag og sunnudag fór fram bikarmót í Hlíðarfjalli. „Þar fengu Olympíufararnir okkar góða auglýsingu og luku formlega sínum undirbúningstíma fyrir leikana," segir Viðar.
Lesa meira

Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri

Undirbúningur fyrir Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 2010 stendur sem hæst en hátíðin fer fram á Akureyri þar sem Vetraríþróttamiðstöð Íslands er staðsett. Hátíðin verður sett laugardaginn 6. febrúar í Skautahöllinni með mikilli sýningu þar sem fram koma m.a. hæfileikaríkir iðkendur í listhlaupi en Skautahöllin fagnar einmitt 10 ára afmæli sínu á þessu ári. Ólympíufararnir munu heiðra samkomuna og munu síðan halda utan til Vancouver í Kanada til þátttöku í Vetrarólympíuleikunum.
Lesa meira

Mammútar enduðu í 8. sæti í sínum riðli

Mammútarnir enduðu í 26. sæti af 30 á Evrópumeistaramótinu í krullu í Aberdeen. Liðið varð í 16. sæti af 20 í B-flokki, með 2 sigra og sjö töp.
Lesa meira

Mammútarnir komnir með tvo sigra á EM í krullu

Landslið Íslands í krullu tekur þessa vikuna þátt í Evrópumeistaramóti í greinni sem fram fer í Aberdeen í Skotlandi. Liðið er skipað íslandsmeisturum í greininni hér á landi, Mammútum frá Akureyri og þar eru innanborðs þeir Haraldur Ingólfsson, Jón Ingi Sigurðsson,  Jens Kristinn Gíslason,  Ólafur Freyr Númason og Sveinn H Steingrímsson  Liðið spilar í B-deild EM og hefur þar unnið Slóvakíu og Hvíta-Rússland en tapað fyrir Ungverjalandi, Króatíu og Belgíu.  Á þessari stundu vantar liðið einn sigur til að tryggja áframhaldandi sæti í B-grúppu en mótinu lýkur um næstu helgi.
Lesa meira

Alþjóðlegt krullumót á Akureyri í sjötta skipti

Vetraríþróttamiðstöð Íslands hefur stutt við starfsemi Krulludeildar Skautafélags Akureyrar, aðallega í tengslum við búnað og aðstöðu. Krulludeildin hefur haldið alþjóðlegt mót, Ice Cup, árlega frá 2004 og dagana 30. apríl til 2. maí 2009 fór mótið fram í sjötta skiptið.
Lesa meira

Mikil þátttaka í skíðanámskeiði fyrir fatlaða

Námskeið Íþróttasambands fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samstarfi við NSCD í Winter Park fór fram í Hlíðarfjalli dagana 13. - 15. febrúar. Námskeiðið var fullbókað en þátttakendur voru um tuttugu, m.a. hreyfihamlaðir, blindir og sjónskertir.
Lesa meira

Ísland og Skotland í nýjum samtökum skíðasvæða

Samtök skíðasvæða við Norður-Atlantshaf, NASAA, voru formlega stofnuð vorið 2008 með þátttöku Skíðasambands Íslands og Skíðasambands Skotlands. Í þessum löndum tveimur eru samanlagt 17 skíðasvæði, 12 á Íslandi og 5 í Skotlandi. Áætlað er að 350.000 gestir heimsæki skíðasvæðin árlega.
Lesa meira