Fundur 11

Stjórn VMÍ: Fundur nr. 11
Ár 1997 mánudaginn 8. september var fundur haldinn í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands að Geislagötu 9, Akureyri og hófst kl. 15.30

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn: Þórarinn E. Sveinsson, Tómas Ingi Olrich, Þröstur Guðjónsson og Benedikt Geirsson, auk framkv.stj. VMÍ Hermanns Sigtryggssonar.

Steingrímur Birgisson boðaði forföll og varamaður hans Logi Már Einarsson var erlendis.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, lagði fram dagskrá og skírði hana.

1. Fyrir var tekin umsókn frá Íþrótta og tómstundaráði Akureyrar, til stjórnar VMÍ, sem var á dagskrá síðasta fundar, varðandi fjárveitingar til framkvæmda í Hlíðarfjalli.

Fyrir fundinum lá svohljóðandi tillaga:

"Tillaga um fé til framkvæmda í Hlíðarfjalli:

Ár 1998 kr. 8.000.000.-

-   1999 kr. 8.000.000.-

-   2000 kr. 20.000.000.-

-   2001 kr. 20.000.000.-

-   2002 kr. 20.000.000.-

Miðað er við framkvæmdaáætlun skv. bréfi ÍTA dags. 18. ágúst "97.

Stjórn VMÍ áskilur sér rétt til að hafa áhrif á eðli framkvæmda og framkvæmdaröð.

Fjárveitingin er háð framlögum ríkis og bæjar til VMÍ."

Stjórn VMÍ er fyrir sitt leyti samþykk framkvæmdaáætlun, sem fram kom í bréfi Íþrótta og tómstundaráðs Akureyrar dags. 18. ágúst 1997 og lista yfir forgangsröðun verkefna sem þar fylgir með, að öðru leyti en því að kaup á snjótroðara sem áætlað er að kaupa á árinu 2000 falli undir endurnýjun tækja og því ekki styrkhæf.

Í framhaldi af þessu samþykkir stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands að veita framkvæmdaaðila styrk af framlagi ársins 1998 að upphæð kr. 8.000.000.-.

Jafnframt ráðgerir stjórnin að styrkja framkvæmdir í Hlíðarfjalli um 8.000.000.- árið 1999, kr. 20.000.000.- árið 2000, kr. 20.000.000.- árið 2001 og kr. 20.000.000.- árið 2002.

Fjárveitingar eru háðar framlögum ríkis og bæjar.

Stjórn VMÍ áskilur sér rétt til að endurskoða árlega áætlanir og framkvæmdaröð.

2. Lögð fram fundargerð vinnuhóps á vegum VMÍ, þar sem lagt er til að haldin verði ráðstefna á vegum miðstöðvarinnar um hefðbundnar vetraríþróttir 6.- 8. nóvember 1997. Ráðstefna þessi verði haldin í samvinnu við Íþróttasamband Íslands, Skíðasamband Íslands, Skautasamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra, með aðstoð Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar á Akureyri.

Framkvæmdastjóra falið að hefja undirbúning að þessari ráðstefnu í samvinnu við þá aðila sem að framan eru greindir,í samræmi við tillögur undirbúningshópsins.

3. Lögð fram fundargerð skíðabrautarnefndar VMÍ frá 28. ágúst 1997.

Þar kemur m.a. fram að samkvæmt óskum skólamanna um fleiri námsbrautir við Verkmenntaskólann verður skíðavalbraut ekki á dagskrá fyrr en haustið 1999.

4. Rætt um að stofna "Vetraríþróttaminjasafn" á Akureyri í tengslum við Vetraríþróttamiðstöðina. Fundarmönnum fannst þetta áhugavert verkefni og var framkvæmdastjóra falið að kanna þetta nánar m.a. hafa samband við Minjasafnið á Akureyri um málið.

5. Fundir stjórnar VMÍ til áramóta verða sem hér segir:

Laugardaginn 25. okt. kl 9.30, föstudaginn 7. nóv. kl. 12.00, laugardaginn 6. des kl. 9.30.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundi slitið kl. 17.45