Fundur 12

Stjórn VMÍ: Fundur nr. 12
Ár 1997 laugardaginn 25 oktober var fundur haldinn í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands að Geislagötu 9, Akureyri og hófst kl. 09.30.

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn: Þórarinn E. Sveinsson, Tómas Ingi Olrich, Þröstur Guðjónsson og Steingrímur Birgisson, auk framkv.stj. VMÍ Hermanns Sigtryggssonar og Eiríks B. Björgvinssonar, Íþrótta og tómstundafulltrúa Akureyrar.

Benedikt Geirsson boðaði forföll og varamaður hans Ellert B. Schram gat ekki mætt.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, lagði fram dagskrá og skírði hana.

1. Eiríkur Björgvinsson sýndi fundarmönnum vídeomyndir af dúkhúsi hliðstæðu því sem rætt er um að byggja yfir skautasvell Skautafélags Akureyrar, svo og myndir og bæklinga af því. Þá svaraði hann fyrirspurnum um byggingu dúkhúsa og greindi frá undirtektum skautafélagsmanna um byggingu húss af þessu tagi.
Búið er að kynna þetta mál í bæjarráði Akureyrar og byggingarnefnd. Teikningar af húsi sem þessu eru til athugunar hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.
Stjórn VMÍ hefur mikinn áhuga á þessu máli og tekur jákvætt undir framkomnar hugmyndir um byggingu dúkhúss yfir skautasvell SA.

2. Lögð fram gögn varðandi ráðstefnu VMÍ um hefðbundnar vetraríþróttir sem fram fer á Akureyri 13 – 15. Nóvember 1997.
Þar kemur m.a. fram að auk innlendra fyrirlesara koma fyrirlesarar frá Svíþjóð og Bandaríkjunum.
Í tengslum við ráðstefnuna verður sýning og kynning á búnaði og þjónustu er tengist vetraríþróttum.

3. Lagt fram uppkast af merki VMÍ. Fundarmenn óskuðu eftir fleiri tillögum.

Fleira ekki fyrir tekið.
Fundi slitið kl. 11.30.