Fundur 23

Stjórn VMÍ: Fundur no. 23.
Ár 2000 föstudaginn 11. febrúar var fundur haldinn í stjórn VMÍ að Geislagötu 9 og hófst kl. 16.00

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn: Jóhann G. Sigurðsson, Benedikt Geirsson, Þröstur Guðjónsson og Helgi Snæbjarnarson, varam. Þórarins E. Sveinssonar, auk framkvæmdastj. stjórnar VMÍ Hermanns Sigtryggssonar.

Tómas Ingi Olrich boðaði forföll og varamaður hans gat ekki mætt á fundinn.

Formaður, Jóhann G. Sigurðsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, Þá sérstaklega Helga Snæbjörnsson, varam. í stjórn VMÍ.

Fyrir var tekið:

1. Áhaldakaup í Hlíðarfjall: Þröstur Guðjónson ræddi um það vandamál sem kemur upp á hverjum vetri þegar skíðaæfingar og mót fara í gang í Hlíðarfjalli, þ.e. hvaða aðili leggur til svigstengur til afnota fyrir skíðamenn sem æfa í Hlíðarfjalli. Þröstur hefur rætt þetta mál við íþrótta og tómstundafulltrúa Akureyrar og forstöðumann Skíðastaða. Að sögn Þrastar er þetta nú í athugun hjá Íþrótta og tómstundaráði. Taldi hann að etv. væri ekki óeðlilegt að VMÍ legði fram fé til kaupa á svigstöngum í Hlíðarfjall svo menn sætu allir við sama borð hvað þette varðar.

Jóhann G. Sigurðsson sagðist hafa orðið var við óánægjuraddir aðkomuskíðamanna sem koma til þess að æfa skíði í Hlíðarfjalli en fá ekki svigstengur til nota í brekkunum.

Álit fundarmanna var að vinna að því að þessi þjónusta verði til staðar í Hlíðarfjalli.

2. Framkvæmdastjóri lagði fram ferðatilhögun og dagskrá Hinriks Þórhallssonar, íþróttakennara og brautarstjóra við VMA, en hann er nú í námsferð á vegum VMA og VMÍ í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi til að kynna sér framhaldsskóla í þessum löndum, sem hafa valbrautir í vetraríþróttum á boðstólnum fyrir sína nemendur. Þetta er þriggja vikna ferð. Heimsækir Hinrik m.a. framhaldsskóla í Þrándheimi, Meroker, Oppdal, Lille Hammer og Geilo í Noregi, einnig Íþróttaháskóla Noregs, Miðstöð afreksíþrótta í Oslo og Skíðasamband Noregs. Í Svíþjóð heimsækir hann framhaldsskólann í Jerpen og í Finnlandi verður hann gestur Salpausselán lukio sem er framhaldsskóli í Lahti og hefur fjölmargar íþróttabrautir fyrir sína nemendur, þar á meðal skautabraut sem Hinrik ætlar sérstaklega að skoða í þeim skóla. Hinrik kemur heim 26. febrúar.

3. Framkvæmdastjóri lagði fram drög að dagskrá Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 2000 sem fram fer á Akureyri 3. mars - 26. apríl n.k. eins og málin standa í dag.

Einn liður Vetraríþróttahátíðarinnar átti að vera hluti af íshokkýkeppni í D riðli Heimsmeistaramótsins í Íshokký sem fram fer hér á landi (Í Reykjavík og Akureyri) 10. - 16 apríl n.k.

Nokkur óvissa ríkir um það hvort þessi keppni fari fram á Akureyri eins og ráðgert hafði verið, en forráðamenn keppninar hjá íshokkýdeild Skautasambands Íslands í Reykjavík telja að útvega þyrfti kr. 7 milljónir króna til að þessi hluti keppninar fari norður.

Forráðamenn Skautafélags Akureyrar töldu að frá upphafi hefði verið gert ráð fyrir að keppt yrði í einum riðli á Akureyri og að etv. færu þar fram fleiri leikir eftir riðlakeppnina.

Til marks um það var Akureyri inni á mótaskrá alþjóða Íshokkýsambandsins á netinu ásamt Reykjavík og einnig að forráðamenn skautaíþróttarinnar hér á landi lögðu mikla áherslu á það að skautahöll yrði byggð á Akureyri og tilbúin fyrir þessa keppni.

Í D riðli á Heimsmeistarakeppninni eru lið frá eftirtöldum löndum: A. Ísrael, Tyrkland og Ísland, B. Ástralia, Nýja Sjáland og Luxemburg, C. Belgia, Suður Afrika og Mexiko.

Vænst er svars frá Skautafélagi Akureyrar um gang þessara mála snemma í næstu viku.

Þá greindi framkv.stj. frá því að bæjarstjóra ofl hefði verið kynnt dagskrá hátíðarinnar í kaffiboði sem bæjarstjóri hélt undirbúningsnefndum VH 2000 hinn 26. janúar s.l.

Alls starfa 12 nefndir að undirbúningi fyrir Vetraríþróttahátíðina.

3. Formaður, Jóhann G. Sigurðsson sagði frá umræðum sem hann og framkvæmdastjóri áttu við hagsýslustjóra og aðalbókara hjá Akureyrarbæ um fyrirkomulag á bókhaldi og ársuppgjöri reikninga stjórnar VMÍ. Einnig sagði Jóhann frá frekari viðtölum sínum við hagsýslustjóra þar sem ákveðið var að á næstu vikum yrði gengið frá uppsetningu ársreikninga síðustu tveggja ára eins og stjórn VMÍ hefur óskað eftir.

4. Formaður Jóhann G. Sigurðsson sagði frá fundi sem hann var á með starfshópi um byggingu kláfferju í Hlíðarfjalli. Framkvæmdastjóri VMÍ sat einnig þann fund.

Fundurinn var haldinn á Verkfræðistofu Norðurlands þar sem lögð var fram afstöðumynd af forstöð kláfferjunnar. Staðsetning hennar er skammt sunnan við Skíðahótelið í Hlíðarfjalli og kemur m.a. inn á núverandi vegarstæði að hótelinu. Þar er lagt til að vegurinn sveigi austur fyrir forstöðina og komi upp að hótelinu norðantil við það. Lögðu fundarmenn til að nokkrar breytingar yrðu gerðar við teikninguna og hún síðan send skipulagsyfirvöldum Akureyrarbæjar.

5. Framkvæmdastjóri greindi frá ferð sem hann fór til Sauðárkróks þar sem ný glæsileg skíðalyfta var tekin í notkun í norðvesturhlíðum Tindastóls. Lyftan er1200 m. löng diskalyfta frá Ítalska fyrirtækinu Laitner. Hún flytur um 1000 manns á klukkustund og hæðarmunur í henni eru rúmir 300 metrar.

Framkvæmdir við lyftuna hófst um miðjan desember s.l. og var lokið 5. febrúar. Um 8o % vinnu við undirstöður lyftunnar voru unnar í sjálfboðavinnu. Vel að verki staðið.

Við þetta tækifæri afhenti framkvæmdastjóri VMÍ, Páli Ragnarssyni formanni Tindastóls, áletraðan skjöld með hamingjuóskum frá Vetraríþróttamiðstöð Íslands.

Fleira ekki fyrir tekið.
Fundi slitið kl. 17.50