Fundur 24

Stjórn VMÍ: Fundur no. 24.
Ár 2000 laugardaginn 15. apríl var fundur haldinn í stjórn VMÍ að Geislagötu 9 og hófst kl. 17.00

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn: Jóhann G. Sigurðsson, Tómas Ingi Olrich, Benedikt Geirsson, Þröstur Guðjónsson og Þórarins E. Sveinssonar, auk framkvæmdastj. stjórnar VMÍ Hermanns Sigtryggssonar.

Formaður, Jóhann G. Sigurðsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir var tekið:

1. Farið var yfir fjárhagsstöðu og bókhald VMÍ.
Ársreikningar fyrir 1999 lagðir fram og samþykktir og framkvæmdastjóra falið að senda þá til aðila sem standa að VMÍ.

2. Framtíðarsýn. Formaður ræddi um nauðsyn þess að skipuleggja Hlíðarfjall með tilliti til framtíðaruppbyggingar og að gert yrði ráð fyrir því að þar yrði rekstur allt árið, sömuleiðis viðraði hann hugmyndir sínar um framtíðarskipulag Akureyrar sem Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands

Lagði hann til að stofnsett yrði þriggja manna nefnd til þess að leita bestu leiða í þessum efnum og yrði hún skipuð mönnum frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Íþrótta og tómstundaráðs Akureyrar og Vetraríþróttamiðstöð Íslands.

Tillaga Jóhanns var samþykkt og jafnframt að hann yrði fulltrúi VMÍ í nefndinni.

3. Formaður greindi frá stöðu mála í undirbúningi að byggingu kláfferju í Hlíðarfjalli og lagði fram bráðabyrgðatölur um kostnað við byggingu hennar. Kostnaður er áætlaður kr. 433 - 455 milljónir króna.

4. Formaður lagði fram yfirlit yfir framlög frá ríki og bæ til reksturs og uppbyggingar VMÍ, og svo framlög VMÍ til framkvæmda í Hlíðarfjalli og byggingu skautahallar á Akureyri.

Sú breyting var á að Akureyrarbær flýtti sínum framlögum þannig að á árinu 1999 kom framlag frá Akureyrarbæ að upphæð 35.000.000 en í samningum milli Akureyrarbæjar og ríkisins var ger ráð fyrir að þetta framlag kæmi á árinu 2000. Framlag ríkisins á árinu 1999 var 10.000.000.
Framlag Akureyrarbæjar á árinu 2000 verður 30.000.000 og ríkisins 10.000.000.Á árinu 1999 var úthlutað frá VMÍ til Skautahallarinnar 35.000.000 og til Skíðastaða 8.000.000. Settar voru 2.000.000 á biðreikning.Þá samþykkti stjórn VMÍ að á árinu 2000 yrði úthlutað til Skautahallarinnar 20.000.000 og til Skíðastaða 20.000.000.

5. Rætt um merki VMÍ, fánagerð og fl. þal. Framkvæmdastjóra falið að kanna verðtilboð í fána og merki VMÍ.

6. Greint frá ferð Hinriks Þórhallssonar, íþróttakennara við VMA til Norðurlanda, sem hann fór á vegum VMÍ til að kynna sér skíða og skautavalbrautir við framhaldsskóla í Noregi Svíþjóð og Finnlandi

Sömuleiðis lá fyrir skýrsla Jóhannesar Kárasonar um ferð sem hann fór til Noregs á vegum VMÍ til að kynna sér dómarastörf við alþjóðaskíðagöngumót. Var samþykkt að veita Jóhannesi styrk sem nemur 3ja daga dagpeningum vegna þessarar ferðar.

7. Lagt fram uppgjör v. tímatökutækja fyrir skíðagöngumót og kaup á skíðasleðum sem stj. VMÍ lagði fram fé fyrir á sl. ári.

8. Framkvæmdastjóri greindi frá framgangi Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ 2000 sem hófst á Akureyri 4. mars s.l. og stendur til 24. apríl n.k. en hann er flt. stj. VMÍ í framkvæmdanefnd hátíðarinnar.

9. Þá var ákveðið að ræða við Íþróttasamband fatlaðra um rekstur og kennslu á þeim skíðabúnaði sem VMÍ hefur fest kaup á fyrir fatlaða. Mjög brýnt er að halda áfram fræðslu og kennslu fyrir fatlaða svo sá góði árangur sem náðst hefur glatist ekki og uppbygging haldi áfram.

Fleira ekki fyrir tekið.
Fundi slitið kl. 19.30