Fundur 28

Stjórn VMÍ: Fundur no. 28.
Ár 2000 fimmtudaginn 16. nóvember  var fundur haldinn í stjórn VMÍ að Geislagötu 9 og hófst kl. 16.00

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn:  Jóhann G. Sigurðsson, Þröstur Guðjónsson, Þórarins E. Sveinssonar og Benedikt Geirsson, auk Eiríks B. Björgvinssonar, íþrótta og tómstundafulltrúa, Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Skíðastaða og framkvæmdastj. stjórnar VMÍ Hermanns Sigtryggssonar.

Formaður, Jóhann G. Sigurðsson setti fund, bauð fundarmenn velkomna og þá sérstaklega Guðmund Karl Jónsson nýráðinn forstöðumann Skíðastaða og greindi síðan frá dagskrá fundarins..

Fyrir var tekið:

1. Sýndar voru litskyggnur frá ferð Jóhanns G. Sigurðssonar, Eiríks B. Björgvinssonar og Guðmundar Karls Jónssonar á sýningu um hverskonar vetraríþróttavörur og tæki, sem fram fór í Innsbruch í Austurríki og skoðunarferðir á skíðastaði og verksmiðjur sem framleiða lyftur og snjótroðara í Austurríki, Þýskalandi og Ítalíu. Ferð þessi var farin í oktober s.l. og létu þátttakendur vel af ferðinni í alla staði.

Þá lá fyrir á fundinum greinargóð skýrsla um ferðina frá þeim þremenningunum

Fundarmenn þökkuðu fyrir góða skýrslu og fróðlega myndasýningu.

2. Rætt um starf framkvæmdastjóra Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, sem verður laust í janúar n.k.
Í umræðunum tóku þátt þeir Eiríkur og Guðmundur og svöruðu fyrirspurnum frá stjórnarmönnum.
Formaður þakkaði þeim fyrir komuna og síðan fóru þeir af fundi.

Að loknum umræðum um starf framkvæmdastjóra VMÍ, var lagt til að gengið yrði til samninga við Guðmund Karl Jónsson um að hann tæki að sér starf framkvæmdastjóra Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Formanni falið að ganga frá þessu máli við Guðmund.

3. Fyrir fundinum lágu fyrir 2 fundargerðir frá "Skipulagsnefnd VMÍ" svo og 27. fundargerð stjórnar VMÍ.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundi slitið kl. 18.00