Fundur 29

Stjórn VMÍ: Fundur no. 29.
Ár 2001 þriðjudaginn 23. janúar var fundur haldinn í stjórn VMÍ að Geislagötu 9 og hófst kl. 16.00

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn:  Jóhann G. Sigurðsson, Þröstur Guðjónsson, Þórarins E. Sveinssonar og Margrét Baldvinsdóttir, sem mætti í stað Tómasar Inga Olrich, auk framkvæmdastj. stjórnar VMÍ Hermanns Sigtryggssonar. Benedikt Geirsson boðaði forföll og varamaður hans var erlendis

Formaður, Jóhann G. Sigurðsson setti fund, bauð fundarmenn velkomna og greindi síðan frá dagskrá fundarins..

Fyrir var tekið:

1. Formaður lagði fram starfslýsingu fyrir starf framkvæmdastjóra Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og ráðningarsamning við Guðmund Karl Jónsson, sem mun vinna í hálfu starfi hjá VMÍ frá mánaðarmótun janúar febrúar n.k. og í hálfu starfi hjá Skíðastöðum, þar sem hann hóf störf s.l. haust.

Stjórnarmenn samþykktu starfslýsingin og ráðningarsamninginn við Guðmund.

2. Þröstur Guðjónsson lagði fram greinargerð um ferð sína á námskeið fyrir   leiðbeinendur fatlaðra í vetraríþróttum, sem haldið var í Aspen í Colorado. Þetta var fyrsta alþjóða námskeið sem haldið hefur verið í heiminum í þessum greinum. Alls voru þátttakendur frá 18 þjóðum á þessu námskeiði.

3. Formaður lagði fram greinargerð um framlög ríkis og bæjar til VMÍ  miðað við síðustu áramót og ráðstöfun þeirra fjármuna til byggingar skautahallarinnar á Akureyri og Skíðastaði í Hlíðarfjalli.

Á biðreikningi VMÍ hjá Akureyrarbæ, af þessum framlögum, eru kr. 4 milljónir.

Samþykkt að veita þessa upphæð til lokauppgjörs vegna kaupa á snjótroðara, skv. áður gerðu samkomulagi.

Þá var farið yfir ársreikninga VMÍ fyrir árið 2000.

4. Formaður sagði frá stöðu mála í skipulagsnefnd VMÍ, þar sem m.a. er unnið  að skipulagsmálum í Hlíðarfjalli og forgangsröðun væntanlegra framkvæmda í fjallinu.
 
5. Þessi fundur er sá síðasti sem núverandi framkvæmdastjóri VMÍ  Hermann Sigtryggsson situr og af því tilefni þakkaði formaður honum störf hans hjá VMÍ um leið og hann óskaði honum alls velfarnaðar í framtíðinni.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundi slitið kl. 17.50