Fundur 3

Stjórn VMÍ: Fundur nr. 3
Ár 1996 mánudaginn 4. mars var fundur haldinn í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands að Hótel KEA og hófst hann kl. 09.00.

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn: (Aðalmenn og varamenn) Þórarinn E. Sveinsson, Tómas Ingi Olrich, Steingrímur Birgisson, Ellert B. Schram, Þröstur Guðjónsson og Jón Björnsson, auk Hermanns Sigtryggssonar, starfsmanns stjórnarinnar.

Þetta gerðist:

1.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

2.
Ritari las upp fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt

3.
Úttekt á íþróttamannvirkjum: Lögð fram úttekt á mannvirkjum og tækjum sem eru til staðar að Skíðastöðum auk lauslegrar greinargerðar um frekari uppbyggingu þar. Ekki lá fyrir úttekt á Skautasvæði SA né Kjarna. Miklar umræður voru um úttekt á íþróttamannvirkjum og væntanlega greinargerð um frekari uppbyggingu mannvirkja og útvegun tækjakosts (sbr. 5. lið í fundarg. no. 2).

Upplýst var að ef gera á greinargóða úttekt og greinargerð um frekari uppbyggingu mannvirkja, þá tekur það nokkurn tíma og kalla þarf til sérfræðinga stjórninni til ráðuneytis.

Þegar hér var komið var lagt til að gerðar yrðu áætlanir um þessi mál, önnur til skamms tíma hin til lengri framtíðar.

Starfsmanni falið að hefjast þegar handa um gerð skammtímaáætlunar, sem leggja mætti fram í viðræðum flt. VMÍ við menntamálaráðherra og flt. Akureyrarbæjar.

4.
Farið í skoðunarferð: Fyrst var haldið að svæði Skautafélags Akureyrar þar sem Jón Björnsson formaður SA og Haukur Hallgrímsson, starfsmaður SA á skautasvellinu sýndu stjórnarmönnum mannvirki og tæki og greindu frá rekstri skautasvellsins.

Þá var haldið í Skógræktarstöðina Kjarna þar sem Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar sýndi mönnum trimmbrautina í skóginum og mannvirki henni tengd.

Að lokum var haldið að Skíðastöðum þar sem Ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða sýndi mönnum húsakynni Skíðahótelsins, greindi frá starfseminni í Hlíðarfjalli og bauð síðan til hádegisverðar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 12.30