Fundur 30

Stjórn VMÍ: Fundur no. 30.
22 febrúar 2001 kl. 17 var haldinn fundur í stjórn VMÍ að Glerárgötu 26

Mættir voru:
Jóhann G. Sigurðsson
Benedikt Geirsson
Tómas Ingi Orlich
Þröstur Guðjónsson
og Þórarinn E. Sveinsson,
auk framkvstj. VMÍ Guðmundar Karls Jónssonar.

Formaður, Jóhann G.Sigursðsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir var tekið

1. Fjárhagsáætlun
Formaður fór yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 og framlög frá Akureyrarbæ og ríkinu á árunum 2000 og 2001. Fram hefur komið að misræmi er á greiðslum frá Akureyrarbæ annars vegar og ríkinu hinsvegar, það er ekki er samræmi á milli fjárhagsáætlunar og framlaga á fjárlögum ríkisins.  Ákvörðun var tekin um að óska eftir viðbótarframlagi á fjáraukalögum til að fá þetta leiðrétt.

2. Framkvæmdafé
Formaður fór yfir þær framkvæmdir sem fjármagn frá VMÍ hefur farið í, en verulegt ósamræmi er á milli þeirra framkvæmda í Hlíðarfjalli er Íþrótta- og tómstundaráð Akureyrarbæjar hafði lagt fram og framlög stjórnar VMÍ byggðu á.

Þá var ítrekað að framlög frá VMÍ verði ekki millifærð nema að fengnu samþykki framkvæmdastjóra. Formaður skýrði frá viðræðum sem hann hefur átt við bæjarstjóra Akureyrar um þessi mál.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

3. Skýrsla skipulagsnefndar VMÍ
Formaður greindi stjórnarmönnum frá skýrslunni. Það var álit manna að skýrslan sé góð og kominn í ákveðin farveg.  Vinnuhópnum falið að ljúka við skýrsluna og koma inn þeim breytingum sem nefndarmenn óskuðu eftir.

4. Erindi Íþróttasambands fatlaðra
Komið hafði erindi frá ÍF um samstarf í sviðið kynningarmála fyrir vetraríþróttir fatlaðra. Það er samdóma álit stjórnar VMÍ að halda áfram því samstarfi sem hefur átt sér stað fram til þessa. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

5. Hermann Sigtryggson fyrrverandi framkvæmdarstjóri VMÍ mætti á fundinn um klukkan 18:10.
Þar var honum þökkuð góð störf í þágu VMÍ. Við þetta tækifæri var honum afhentir skíðaskór af bestu gerð sem þakklæti fyrir vel unnin störf

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið klukkan 19:00