Fundur 31

Stjórn VMÍ: Fundur no. 31.
7 maí 2001 klukkan 9 var haldinn fundur í stjórn VMÍ að Glerárgötu 26

Mættir voru:
Jóhann G. Sigurðsson
Benedikt Geirsson
Tómas Ingi Orlich
Þröstur Guðjónsson
Þórarinn E. Sveinsson
auk framkvstj. VMÍ Guðmundar Karls Jónssonar

Formaður, Jóhann G.Sigurðsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir var tekið

1. Skýrsla skipulagsnefndar VMÍ kynnt.  Horft til framtíðar.
Formanni, Jóhanni G. Siguðssyni var falið að kynna hana fyrir bæjarstjóra og Tómasi Inga Orlich falið að kynna skýrsluna fyrir Menntamálaráðherra þannig að ríkið og Akureyrarbær geti hafið viðræður um áframhaldandi samning VMÍ.

2: Fjárhagsáætlun 2002
Samþykkt með skýringum og verður hún send áfram til ráðuneytis.

3. Vetraríþróttasafn
Stjórn VMÍ fagnar þingsályktun um vetraríþróttasafn. VMÍ telur að slýkt safn væri vel staðsett á Akureyri og gæti tengst starfsemi VMÍ hvað varðar fræðslu og upplýsingastarfsemi á vetraríþróttum. Ályktun send Nefndarsviði Alþingis

4. Óskir ÍTA um framkvæmdir úr sjóði VMÍ í Hlíðarfjalli
Máli frestað til næsta fundar.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að fara yfir uppgjörsmál fyrri framkvæmda.

Eiríkur Björgvinsson, Íþrótta og tómstundafulltrúi ÍTA kom inn á fundinn og gerði grein fyrir framkvæmdum í Hlíðarfjalli.

5. Önnur mál
Skólanefnd.  Umræður fóru fram um skíðaval við Verkmenntaskólann á Akureyri. Framkvæmdastjóra falið að efna til fundar með skólanefnd VMÍ.

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan 11:30