Fundur 32

Stjórn VMÍ: Fundur no. 32.
25 maí 2001 klukkan 9 var haldinn fundur í stjórn VMÍ að Glerárgötu 26

Mættir voru:
Jóhann G. Sigurðsson
Benedikt Geirsson
Tómas Ingi Orlich
Þröstur Guðjónsson
Þórarinn E. Sveinsson
auk framkvstjóra VMÍ, Guðmundar Karls Jónssonar.

Formaður, Jóhann G.Sigurðsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir var tekið

1. Ársreikningar fyrir árið 2001 kynntir
Formanni og framkvæmdastjóra falið að fara yfir reikninga og ganga frá þeim í endanlegt form með fjármálastjóra Akureyrarbæjar.

2. Óskir ÍTA um framkvæmdir úr sjóði VMÍ í Hlíðarfjalli
Stjórn VMÍ tekur jákvætt í óskir ÍTA um framkvæmdir í Hlíðarfjalli, en bendir jafnframt á að í ljósi aðstæðna sé það skoðun VMÍ að brýnast sé að byggja nýja stólalyftu til að auka afköst til skíða og bretta iðkunnar.  Stjórn VMÍ er tilbúin að endurskoða sínar áætlanir sé áhugi fyrir því hjá Akureyrarbæ.

3. Ósk frá Jóhönnu Söru Kristjánsdóttur um styrk á námskeið hjá International Skating Union.
Stjórn VMÍ fagnar áhuga Jóhönnu á listhlaupi á skautum til fræðslu og uppbyggingar.  Stjórnin samþykkir að veita Jóhönnu 50,000 kr. í styrk til ferðakostnaðar á námskeið í Finnlandi og óskar jafnframt eftir því að Jóhanna mæti á fund hjá VMÍ og kynni árangur námskeiðsins fyrir stjórnarmönnum.

4. Önnur mál
Tómas Ingi kynnti fyrir stjórnarmönnum frá viðræðum sínum við Menntamálaráðherra. Viðræðuhópur verður settur á fót til þess að ræða væntanlegan samning á milli ríkisins og Akureyrarbæjar.

Jóhann kynnti niðurstöður fyrir stjórnarmönnum af viðræðum sem hefðu átt sér stað á milli bæjaryfirvalda og VMÍ sem formaður og framkvæmdastjóri sátu vegna fyrri framkvæmda í fjallinu. Niðurstaðan var sú að VMÍ hefur 30 m.kr.  til úthlutunar á árinu 2001 og  25  m.kr. á árinu 2002. Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með þessa málalyktan.

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan 11:30