Fundur 33

Stjórn VMÍ: Fundur no. 33.
16. ágúst 2001 klukkan 9 var haldinn fundur í stjórn VMÍ að Glerárgötu 26

Mættir voru:
Jóhann G. Sigurðsson
Benedikt Geirsson
Tómas Ingi Orlich
Þröstur Guðjónsson
Þórarinn E. Sveinsson
auk framkvstj. VMÍ Guðmundar Karls Jónssonar.

Formaður, Jóhann G.Sigurðsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir var tekið

1. Ársreikningar fyrir árið 2000:
Ársreikningar fyrir árið 2000 samþykktir og framkvæmdastjóra falið að senda reikningana til viðkomandi aðila.

2. Kynning á nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli:
Framkvæmdarstjóri VMÍ kynnti nýju stólalyftuna. Stjórn VMÍ fagnar ákvörðun Akureyrarbæjar um að ráðast í þessa framkvæmd.

3. Skíðavalsbraut við VMA.
Framkvæmdarstjóri VMÍ kynnti upplýsingar frá Hjalta Jóni Sveinssyni, Skólameistara VMA varðandi framgang skíðavalsbrautarinnar.  Málið er þannig statt að brautin er komin inn í skólasamning milli VMA og Menntamálaráðuneytisins sem undirbúningsverkefni. Ólafur Björnsson er að hefja störf við skólann og mun skólinn  njóta þekkingar hans og reynslu við samskonar skíðavalsbraut í Noregi.

Stjórn VMÍ lýsir ánægju sinni með framgang þessa máls.

4. Fjármögnun
Stjórn VMÍ samþykkir að úthluta til Hlíðarfjalls þeim 15 milljónum sem óráðstafað var af framlögum til VMÍ á árunum 2001 og 2002. Þannig að í heildina fara til Hlíðarfjalls á árunum 2001 og 2002 55.000 milljónir til framkvæmda við nýja stólalyftu.

5. Önnur mál

Vegurinn upp í Hlíðarfjall
Stjórn VMÍ fagnar stuðningi þingmanna kjördæmisins við framtíðaruppbyggingu við veginn að Skíðastöðum og þeirri ákvörðun að bjóða út framkvæmd við að endurbyggja veginn og malbika á næsta sumri.

Skipulagsmál í Hlíðarfjalli
Stjórn VMÍ bendir á að nauðsynlegt er að gera deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall sem útivistarsvæði

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan 11:30