Fundur 34

Stjórn VMÍ: Fundur no. 34.
19. nóvember 2001,  klukkan 9 var haldinn fundur í stjórn VMÍ að Glerárgötu 26.

Mættir voru:
Jóhann G. Sigurðsson
Þröstur Guðjónsson
og Þórarinn E. Sveinsson
auk framkvstjóra VMÍ Guðmundar Karls Jónssonar.

Formaður, Jóhann G. Sigurðsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir var tekið:

1. Fjárhagsáætlun og staða reikninga fyrir 2001
Farið var yfir rekstrarkostnað VMÍ en sýnt þykir að til að endar nái saman og hægt verði að standa við rekstraráætlun þarf að koma til aukafjárveiting frá ríkinu, en stjórn VMÍ hefur sent inn beiðni um 600.000 kr. aukafjárveitingu á fjáraukalögum. Akureyrarbær hefur greitt  hallan af rekstri skrifstofunnar, en samkvæmt samkomulagi á Akureyrarbær og ríkið að skipta kostnaði við rekstur VMÍ jafn á milli sín.

2. Ferð framkvæmdastjóra til Austuríkis og Ítalíu
Framkvæmdarstjóri VMÍ kynnti fyrir fundarmönnum ferð sem hann fór í október á skíðavæða sýningu í tengslum við ferð hans  til framleiðenda stólalyftunnar.

3. Skíðavalsbraut við VMA
Framkvæmdarstjóri VMÍ kynnti stöðu mála við skíðavalsbrautina. Þeir aðilar sem koma að brautinni á einn eða annan hátt hafa myndað vinnuhóp  sem kemur til með að fjall um þá þætti sem þurfa að vera til staðar þegar brautin kemst á laggirnar haustið 2002 .

4. Skautafélag Akureyrar
Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SA, kom á fundinn og sagði fundarmönnum frá reynslu Skautahallarinnar.  Húsið hefur reysnt mjög vel og allir aðilar ánægðir með bygginguna. Það varð í raun bylting fyrir skautaíþróttirnar við Eyjafjörðmeð tilkomu Skautahallarinnar.  Um 16,000 gestir nýta sér aðstöðuna í þá átta mánuði á ári sem mannvirkið er rekið. 80% af gestunum eru börn. Þrátt fyrir góða aðsókn hefur reksturinn  verið Skautafélaginu erfiður en rekstraraðilar eru bjartsýnir á framhaldið.
Það kom fram í máli Sigurðar að tæki sem fyrir voru fyri byggingu Skautahallarinnar, kælivélar og íshefill eru orðin erfið í rekstri. Huga þarf að endurnýjun á þeim búnaði.

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan 11:00