Fundur 35

Stjórn VMÍ: Fundur no. 35.
9. febrúar 2002 klukkan 13:30 var haldinn fundur í stjórn VMÍ í Strýtu í Hlíðarfjalli.

Mættir voru:
Benedikt Geirsson
Jóhann G. Sigurðsson
Tómas Ingi Olrich
Þröstur Guðjónsson
og Þórarinn E. Sveinsson
auk framkvstjóra VMÍ Guðmundar Karls Jónssonar.

Formaður, Jóhann G. Sigurðsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og óskaði öllum til hamingju með nýju stólalyftuna “Fjarkann” en hann var formlega vígður fyrr um morguninn.

Fyrir var tekið:

1. Nýr samningur milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins
Jóhann kynnti fyrir nefndarmönnum stöðu viðræðna sem hann ásamt Þórarni B. Jónssyni  hafa átt við fulltrúa Menntamálaráðuneytisins  um áframhaldandi samning um Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri.
Þær viðræður eru á byrjunarstigi og úrlausna er að vænta með vormánuðum.

2. Skíðavalsbraut við VMA
Framkvæmdarstjóri VMÍ kynnti stöðu mála við skíðavalsbrautina. Þeir aðilar sem koma að brautinni á einn eða annan hátt hafa  fundað tvisvar sinnum. Akureyrarbær hefur staðfest framlag sitt í formi aðstöðu á skíðasvæðinu.  Miklar umræður hafa farið fram um kostun þjálfunar iðkennda. Vinnuhópurinn hefur ákveðið að senda erindi til Menntamálaráðuneytisins þar sem farið er fram á að Menntamálaráðuneytið leggi til fjármagn til að greiða kostnað við þjálfun iðkennda við brautina.  Stjórn VMÍ tekur undir þessi áform vinnuhópsins. Það er lögð rík áhersla að hálfu VMÍ að þetta verði gert sem tilraunaverkefni til næstu fjögurra ára.
Einnig kom fram á fundinum að þetta verkefni þarf að vinnast hratt til þess að hægt verði að koma brautinni á haustmánuðum.

3. Önnur mál
Vígsla Fjarkans.
Ástæða þess að nefndin fundaði í hlíðarfjalli var sú að nefndin var við vígslu nýju stólalyftunnar, Fjarkans.  Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með mannvirkið og það var samdóma álit nefndarmanna að Fjarkinn eigi eftir að verða lyftistöng fyrir skíða og brettaiðkun á Íslandi.

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan 14:30