Fundur 36

Stjórn VMÍ: Fundur no. 36.
Fundur haldinn 26. ágúst 2002 kl. 09.

Mættir voru:
Benedikt Geirsson
Jóhann G. Sigurðsson
Þröstur Guðjónsson
og framkvæmdastjóri VMÍ Guðmundur Karl Jónsson.
Margrét Baldvinsdóttir mætti á fundinn í lokin.

Fyrir var tekið:

1. Staða vegna endurnýjunar samnings á milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytis
Stjórnin samþykkir drög  að rekstrarsamningi og felur formanni að leggja fram til menntamálráðuneytisins á næsta fundi vinnuhóps VMÍ og menntamálaráðuneytisins.

2. Fjárhagsáætlun 2003
Stjórnin samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir 2003 sem miðast við nýjan samning um Vetraríþróttamiðstöð Íslands.

3. Bréf frá samtökum skíðasvæða á Íslandi lagt fram til kynningar

4. Greinargerð um ráðstöfun fjármuna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands 1998-2002
Greinargerðin var tekin saman af fjármálastjóra Akureyrarbæjar

5. Önnur mál
Lagt var fram bréf frá nemenda í tæknifræði þar sem spurt er um hvort VMÍ hafi verkefni sem nýst gæti sem lokaverkefni. Stjórnin tekur vel í erindið og framkvæmdastjóra falið að hafa samband við bréfritara um nánari útfærslu.

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan  11:30