Fundur 37

37. fundur
Vetraríþróttamiðstöð Íslands - Fundargerð
37. fundur
12.11.2002 kl. 09:00 - 11:40
Kaffistofa á 4. hæð í Glerárgötu 26

Nefndarmenn:
Jóhann G. Sigurðsson, formaður,
Benedikt Geirsson
Margrét Baldvinsdóttir
Þórarinn E. Sveinsson

Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá

1. Staðan í samningum
Formaður gerði stjórnamönnum grein fyrir stöðu mála varðandi stofn samning, rekstrarsamning og samning varðandi vetraríþróttabraut við VMA.

2. Framtíðarstefna VMÍ
Stjórnarmenn ræddu framtíðarstefnu og markmið VMÍ í ljósi væntanlegs nýs samnings á milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins.

3. Samningur við framkvæmdastjóra
Rætt var um nýjan samning fyrir framkvæmdastjóra VMÍ en samningurinn við Guðmund Karl rennur út um næstu áramót. Framkvæmdastjóri vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

4. Skautafélag Akureyrar- innsend bréf: Íshefill, Millþil og Skerpingarvél.
Formanni og Framkvæmdastjóra falið að ræða við ÍTA varðandi þessi málefni.

Ekki fleira tekið fyrir á fundinum.Fundi slitið kl. 11:40