Fundur 38

38. fundur
06.01.2003   kl. 09:00 - 11:45
4. hæð í Glerárgötu 26

Fundarmenn:
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Benedikt Geirsson
Magrét Baldvinsdóttir
Þórarinn E. Sveinsson
Þröstur Guðjónsson

Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Fundarefni

1. Staða í samningamálum um VMÍ
Formaður skýrði frá fundi sem var haldinn á milli Akureyrarbæjar og ríkisins 12 desember og eru viðræður á lokastigi.  Stjórnin hvetur til að gegnið verið frá samningum hið fyrsta.

2. Kaup á snjótroðara
Stjórnin samþykkir beiðni ÍTA um fjárveitingu vegna kaupa á nýjum snjótroðara með snjóbretta píputæki og spili með þeim fyrirvara að samningur ríkisins og Akureyrar verði undirritaður innan skamms og hann gefi svigrúm til fjárfestinga.

3. Umræður um öryggismál á skíðasvæðum
Stjórn VMÍ samþykkir að halda ráðstefnu um öryggismál á skíðasvæðum í mars mánuði.
Framkæmdastjóra falið að kanna með fyrirlesara og hefja drög að dagskrá.

Stjórn VMÍ telur að vert sé að vinna að merkingum á skíðaleiðum í Hlíðarfjalli.

Framkvæmdastjóra falið að  gera kostnaðaráætlun varðandi merkingar á skíðaleiðum fyrir næsta fund

4. Snjóframleiðsla
Framkvæmdastjóra falið að taka saman stutta greinargerð varðandi snjóframleiðslu á Íslandi undanfarin ár.

5. Önnur mál
Rætt var um heimasíðu VMÍ og hvernig henni verður best viðhaldið.

Fundi slitið kl: 11:45