Fundur 39

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
39. fundur
17.03.2003   kl. 09:00 - 11:45
Flugvellinum á Akureyri
   
Nefndarmenn:
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Benedikt Geirsson
Magrét Baldvinsdóttir
Þórarinn E. Sveinsson
Þröstur Guðjónsson
   
1. Snjóframleiðsla
Framkvæmdastjóri kynnti samantekt um sögu snjóframleiðslu á Íslandi fyrir stjórnarmönnum. Stjórn VMÍ samþykkir að veita 1.500.000 króna til frekari rannsókna á stofn- og rekstrarkostnaði við snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli.

2. "Ski Patrol” námskeið
Framkvæmdastjóri kynnti námskeið sem fram fór í Hlíðarfjalli um starfsemi “Ski Patrol”. Tveir erlendir fyrirlesarar voru fengnir frá Bandaríkjunum. Námskeiðið var samvinnuverkefni VMÍ og  Björgunarskóla Landsbjargar. Námskeiðið þótti takast vel í alla staði og rúmlega 20 manns alls staðar af landinu sóttu námskeiðið.

3. Undirskrift samnings VMÍ
Klukkan 10:30 var gert fundarhlé vegna undirskriftar Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins.

Stjórn VMÍ fagnar undirskrift samnings og telur þetta tímamótasamning. Afrit sent fundarmönnum.

4. Fjárhagsáætlun
Formaður lagði fram fjárhagsáætlun fyrir 2003. Stjórn VMÍ samþykkir hana og framkvæmdastjóra falið að senda hana til Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins.

5. Aðsend bréf

Skautafélag Akureyrar - Íshefill og fleira:
Vegna erindi frá SA til VMÍ um kaup á íshefli og fleiru leggur VMÍ til að skipuð verði þriggja manna vinnuhópur til þess að skoða möguleika á fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði. Nefndin skal kynna sér íshefla og kostnað við þá. Stjórnin tilnefnir framkvæmdastjóra Í þennan vinnuhóp og óskar eftir tilnefningu frá ÍTA og SA. Framkvæmdastjóra falið að kalla vinnuhópinn saman.

Hlíðarfjall - Merkingar á skíðaleiðum
Stjórn VMÍ samþykkir að veita 2.100.000 til merkinga á skíðaleiðum í Hlíðarfjalli.

6. Önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:45.