Fundur 4

Stjórn VMÍ: Fundur nr. 4
Ár 1996 föstudaginn 14. júní var fundur haldinn í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands að Geislagötu 9 og hófst hann kl. 09.00.

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn: Þórarinn E. Sveinsson, Tómas Ingi Olrich, Steingrímur Birgisson, Benedikt Geirsson og Þröstur Guðjónsson auk Hermanns Sigtryggssonar framkvæmdastjóra stjórnarinnar, Ívars Sigmundssonar forstöðumanns Skíðastaða, Magnúsar Finnssonar og Jóns Björnssonar flt. Skautafélags Akureyrar..

Þetta gerðist:

1.
Formaður lagði fram greinargerðir frá Skautafélagi Akureyrar og Skíðastöðum, kostnaðaráætlanir yfir frekari uppbyggingu mannvirkja og mannvirki sem eru til staðar á Akureyri og notuð fyrir hefðbundnar vetraríþróttir.

Þá greindi hannn frá fundi er hann og framkv.stj. VMÍ áttu með Skautafélagi Akureyrar í maí s.l. þar sem farið var yfir stöðu Skautafélagsins gagnvart rekstri og frekari uppbyggingu skautasvæðis SA.

Þar var m.a. rætt um rekstur svæðisins og frekari byggingaframkvæmdir, en rekstur þess er erfiður og verulega aðstoð þarf að fá frá Akureyrarbæ ef ráðist verður í yfirbyggingu skautasvellsins. Skautafélagsmenn hafa mikinn áhuga á að gerður sé byggingasamningur við Akureyrarbæ um yfirbyggingu svellsins og bentu á að beiðni um það hefði verið send bæjaryfirvöldum fyrir allnokkru síðan.

Þá var rætt um hugsanlega sölu svæðisins til Akureyrarbæjar og að bærinn tæki að sér rekstur skautasvæðisins. Töldu flt. SA ekki útilokað að slíkt yrði athugað en ekki lægju neinar ályktanir um slíkt frá stjórn Skautafélags Akureyrar né aðalfundi þess.

2.
Flt. Skíðastaða Ívar Sigmundsson og framkv.stj. VMÍ gerðu grein fyrir greinargerðum um Skíðastaði, uppbyggingunni þar svo og framtíðaráætlunum.

Flt. Skautafélags Akureyrar gerðu grein fyrir hugmyndum skautamanna á Akureyri um rekstur og uppbyggingu skautasvæðis síns.

Miklar umræður urðu um þessar skýrslur og þær hugmyndir sem fram komu í þeim.

Samþykkt að fela formanni stjórnar VMÍ og framkvæmdastjóra að ganga frá framangreindri kostnaðaráætlun (sbr lið 1)um frekari uppbyggingu mannvirkja Vetraríþróttamiðstöðvarinnar, annars vegar skammtímaáætlun og hins vegar áætlun til lengri tíma.

Þá var lagt til að strax og þessar áætlanir lægju fyrir yrði kallaður saman fundur með flt. frá VMÍ, menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar þar sem teknar yrðu upp viðræður milli þessara aðila um starfsemi og uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvarinnar.

Lagt til að form. og varaform. stjórnar VMÍ þeir Þórarinn E. Sveinsson og Tómas Ingi Olrich ásamt framkv.stj. VMÍ yrðu flt. stjórnarinnar á þessum fundi.

Með bréfum frá menntamálaráðuneytinu dags. 29. febrúar 1996 og bréfi bæjarstjórnar Akureyrar frá 6. mars 1996, sem lögð voru fram á fundinum, telja þessir aðilar sig reiðubúna til að eiga hlut að slíkum viðræðum.

3.
Framkvæmdastjóri greindi frá fundum er hann átti með Reyni Karlssyni íþróttafulltrúa í menntamálaráðuneytinu um málefni VMÍ og samgönguráðherra Halldóri Blöndal um uppsetningu veðurathugunarstöðvar uppi á Hlíðarfjalli.

4.
Bréf sem borist hafa:

Frá menntamálaráðuneytinu dags. 29. febr. sl. og getið hér að framan.

Frá bæjarstjórn Akureyrrar dags. 6. mars sl. -- " --

Frá Íshokkídeild Skautasambandi Íslands

Í bréfi Íshokkídeildarinnar er óskað eftir upplýsinga um framgang yfirbyggingar Skautasvellsins á Akureyri.

Efni þessa bréfs vísað til flt. Skautafélags Akureyrar á fundinum.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 12.30