Fundur 40

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Stjórnarfundur
40. fundur
06.06.2003   kl. 08:30 – 10:00
3. hæð í Glerárgötu 34

Nefndarmenn:
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Benedikt Geirsson
Magrét Baldvinsdóttir
Þórarinn E. Sveinsson, í gegnum síma
Þröstur Guðjónsson
   
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
           
Fundarefni

1. Íshefill í Skautahöll
Íþrótta og tómstundaráð hefur samþykkt kaup á íshefli og vísar málinu til stjórnar VMÍ til fjármögnunar
Stjórn VMÍ samþykkir erindi ÍTA um fjármögnun íshefils allt að 9 milljónum.

2. Stækkun skíðaleiða
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti beiðni forstöðumanns Skíðastaða um stækkun skíðaleiða og lýsingar í Hlíðarfjalli og vísar málinu til stjórnar VMÍ til fjármögnunar.

Stjórn VMÍ frestar erindi ÍTA um fjármögnun á stækkun skíðaleiða og lýsingu í Suðurbakka og óskar eftir nánari upplýsingum.

3. Skíðavalsbraut við VMA
Formaður  gerði grein fyrir viðræðum við Menntamálaráðuneytið um skíðavalsbraut við VMA. Eftir viðræður Menntamálaráðuneytisins, Verkmenntaskólans og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands er  ljóst  að umfram kostnaður verði um þrjár til fjórar milljónir á ári til þess að Verkmenntaskólinn geti farið af stað með skíðavalsbraut. Stjórnin telur ekki þörf á frekari viðræðum vegna þessa máls og leggur til við Menntamálaráðuneytið að það hlutist til um  fjármögnun til þessa verkefnis til næstu þriggja ára.

Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:50