Fundur 42

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
42. fundur
30.09.2003   kl. 08:45 –11:20
4. hæð í Glerárgötu 26, kaffistofu
 
Nefndarmenn:
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Benedikt Geirsson
Þórarinn E. Sveinsson
Þröstur Guðjónsson
   
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
                   
Fundarefni

1. Fjárhgsáætlun 2004
Fjárhagsáætlun 2004 lögð fyrir.

Stjórn VMÍ samþykkir hana og felur framkvæmdastjóra að koma henni til skila til Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytis.

2. Skýrsla um snjóframleiðslu
Framkvæmdarstjóri kynnti drög að skýrslu um snjóframleiðslu.
Stjórn VMÍ felur framkvæmdastjóra að ljúka við skýrsluna.

3. Skautar og skóli
Erindi dags 30. september 2003  frá Skautafélagi Akureyrar þar sem farið er fram á stuðning VMÍ við að koma á skautakennslu í grunnskólum Akureyrar.
Stjórn VMÍ þakkar fyrir erindið og telur rétt að skautaíþróttin njóti sömu aðstöðu og aðrar íþróttagreinar sem kenndar eru í íþróttum grunnskólabarna. Stjórnin hvetur íþróttakennara í grunnskólum Akureyrarbæjar að kynna sér skautaíþróttina og leggur til við skólayfirvöld Akureyrarbæjar að þau kanni möguleika á að koma skautakennslu í kennslutíma í grunnskólum bæjarins.

5. Miðasölukerfi
Erindi dagsett 30. september 2003 frá ÍTA vegna kaupa á  miðasölukerfi í Hlíðarfjalli.
Stjórn VMÍ felur framkvæmdastjóra að óska eftir gögnum og verðtilboðum í rafrænt miðasölukerfi og aðgangsstýrikerfi.

6. Aðsend bréf
Bréf dagsett 16. september 2003 frá Snjóbrettafélag Íslands  þar sem óskað er eftir styrk vegna dómaranámskeiðs  í snjóbrettaíþróttum að upphæð 20,000.
Stjórn VMÍ samþykkir beiðnina og óskar Snjóbrettafélagi Íslands alls hins besta og hvetur það til þess að gerast aðili að Íþróttasambandi Íslands. Framkvæmdasjóra falið að ganga frá málinu.

7. Erindi frá Skautafélagi Akureyrar:
Erindi dagssett 30. september 2003 frá Skautafélagi Akureyrar vegna útbúnaðarkaupa í Skautahöll sem var unnin í samráði við deildarstjóra ÍTA og framkvæmdastjóra VMÍ í framhaldi af bréfi er sent var til Stjórnar VMÍ í 31.desember 2002.

  • Stjórn VMÍ samþykkir kaup á milliramma að upphæð 450,000 og felur framkvæmdastjóra að ganga frá málinu.
  • Stjórn VMÍ samþykkir kaup á áhöldum til kennslu í Skautahöllinni að upphæð 150,000 og felur framkvæmdstjóra að ganga frá málinu.
  • Stjórn VMÍ hafnar erindi um kaup á skerpingarvél í Skautahöll, með tilvísun að um sé að ræða rekstrarbúnað sem telst til daglegs reksturs.
  • Stjórn VMÍ hafnar erindi um markaljós í Skautahöllinni, með tilvísun um sé að ræða búnað sem teljist til staðalbúnaðr í húsinu og vísar málinu til Fasteigna Akureyrarbæjar.
8. Heimsókn framkvæmdastjóra í Kjarna
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir heimsókn sinni ásamt deildarstjóra ÍTA til Skógræktarfélags Eyjafjarðar þar sem rætt var um áframhaldandi uppbyggingu aðstöðu fyrir vetraríþróttir í Kjarnaskógi.  Stjórn Vetraríþróttamiðstöðvarinnar fagnar þeim áfromum sem þar eiga sér stað og felur framkvæmdastjóra að halda viðræðum áfram við Skógræktarfélagið um þeirra uppbyggingu á svæðinu.

9. Heimsókn framkvæmdastjóra á skíðasvæðið á Seyðisfirði:
Framkvæmdastjóri gerði grein heimsókn sinni á Seyðisfjörð þar sem hann kynnti sér uppbyggingu skíðasvæðis á Stafdal sem sveitarfélögin á Egilstöðum og Seyðisfirði standa að. Stjórn VMÍ felur framkvæmdstjóra að vera þeim innan handar ef með þarf í sambandi við hugmyndavinnu á skíðasvæðinu.

10. Heimsókn Tony Waddell, framkvæmdasjóra Cataloochee Ski Area í Norður Karolínu.
Vetraríþróttamiðstöð Íslands mun standa fyrir opnum fundi um málefni skíðasvæða þar sem Tony Waddell mun halda framsöguerindi um hlutverk og rekstur skíðasvæða í sem víðustum skilningi.  Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA mánudaginn 6. október kl. 16-18

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 11:20