Fundur 43

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
43. fundur
6.10.2003   kl. 15:00 –18:00
Hótel KEA

Nefndarmenn:
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Þórarinn E. Sveinsson
Þröstur Guðjónsson
 
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Fundarefni:
 
1. Skýrsla um snjóframleiðslu. Rætt var um skýrslu um snjóframleiðslu.
Stjórn VMÍ felur framkvæmdastjóra að ganga frá henni til prentunar.

Klukkan 16-18 var opinn fundur er varðaði rekstur á skíðasvæðum.  Alls mættu um 30 manns til fundarins.

2. Tony Waddell, framkvæmdasjóri Cataloochee Ski Area í Norður Karolínu í BNA.
Tony Waddell ræddi um rekstur á skíðasvæðum í víðum skilningi. Meðal annars um rekstrarlegt umhverfi skíðasvæða, markaðsmál, öryggisbúnað, snjóframleiðslu, tryggingar og ýmislegt fleira. Fundurinn þótti fróðlegur í alla staði.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:00