Fundur 44

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
44. fundur
29.12.2003   kl. 09:00

Nefndarmenn:
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Benedikt Geirsson
Margrét Baldvinsdóttir
Þröstur Guðjónsson
   
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Fundarefni

1. Skautar og skóli
Stjórn VMÍ hvetur viðeigandi aðila til áframhaldandi þórunar verkefnisins. Sem megi verða skautaíþróttinni til framdráttar.
Stjórn VMÍ hvetur einnig aðilana til þess að ræða möguleika á samskonar verkefni er tengjast skíðum og snjóbrettum.

2. Miðasölukerfi
Framkvæmdastjóri hefur fengið verð í miðasölukerfi.
Framkvæmdarstjóra falið að fullvinna og útfæra hugmyndir með íþrótta og tómstundafulltrúa ÍTA.

3. Styrkbeiðni
Björgunarsveitin Súlur óskar eftir styrkveitingu vegna þjálfunar í skíðagæslu.
Stjórn VMÍ fagnar þessu verkefni og tekur jákvætt í umsóknina. Stjórn VMÍ samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000 og óskar eftir kynningu að þjálfuninni lokinni.

4. Önnur mál
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir framkvæmdum í Hlíðarfjalli í sumar þar sem unnið var við brekkur og lýsingu í Suðurbakka.

Þröstur Guðjónsson kynnti stjórnarmönnum frá fundi er hann átti með forstöðumönnum sambýla fatlaðra.
Stjórn VMÍ felur framkvæmdastjóra að skipuleggja opinn fund varðandi vetraríþróttir fatlaðra.

Þórarinn E. Sveinsson bað fyrir kveðju til stjórnarrmanna og þakkar fyrir samstarfið á síðasliðnum 8 árum í stjórn VMÍ og óskar Vetraríþróttamiðstöð Íslands velfarnaðar í starfi

Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl. 11.15