Fundur 45

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
45. fundur
05.02.2004   kl. 13:00
4. hæð í Glerárgötu 26

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Í upphafi bauð formaður stjórnarmenn velkomna til starfa í nýrri stjórn VMÍ.

Nýja stjórn skipa:
Þórarinn B. Jónsson, formaður, Akureyrarbær
Jóhann G. Sigurðsson, Akureyrarbær
Benedikt Geirsson, ÍSÍ
Margrét Baldvinsdóttir, menntamálaráðuneytið
Þröstur Guðjónsson, ÍBA

Fundarefni

1. Beiðni frá Íþrótta og tómstundaráði varðandi kaup á búnaði til skautaiðkunnar í Skautahöllinni á Akureyri
Stjórn VMÍ samþykkir fjárveitingu til Skautahallarinnar vegna tækjakaupa allt að 2,5 milljónir.

1. Tveir hokký sleðar fyrir hreyfihamlaða
2. Tvö Kurling steinasett
3. Kurling bónvél

Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

2. Kynning á skíðagæslu
Undir þessum lið mættu þeir Sigurbjörn Gunnarsson og Jón Marinó Sævarsson, en þeir dvöldu í Colorado fylki og kynntu sér skíðagæslu á skíðasvæðum.

Formaður þakkaði þeim fyrir greinargott erindi ,jafnframt kvatti formaður þá til góðra verka í framtíðinni.

3. Rætt um framtíðarverkefni Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
Framkvæmdastjóra falið að lista upp framtíðarverkefni fyrir næsta fund, vegna stefnumótunar og forgangsröðunar þar um.

Fundi slitið kl.15:00