Fundur 47

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
47. fundur
17.05.2004   kl. 17:00
4. hæð í Glerárgötu 26

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Margrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
           
Formaður bauð Nóa Björnsson, nýjan meðlim stjórnar VMÍ velkominn til starfa. Hann tekur við af fyrrverandi formanni, Jóhanni G. Sigurðssyni.


1. Snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli
Magnús Finnsson, Norðurorku mætti á fundinn og greindi stjórn VMÍ frá vatnslindum á skíðavæðinu í Hlíðarfjalli og mögulega vatnstöku þar.

Stjórn VMÍ felur framkvæmdastjóra að hafa samband við Norðurorku varðandi frekari rannsóknir á vatnslindum í Hlíðarfjalli.

2. Áframhaldandi umræður um uppbyggingu og ráðstöfun um framkvæmdafjármagn VMÍ samkvæmt skýrslunni "Horft til framtíðar"
Undir þessum lið boðaði Stjórn VMÍ nokkra aðila til þess að varpa fram hugmyndum varðandi áframhaldandi uppbyggingu í Hlíðarfjalli.  Umræðurnar voru líflegar og fram komu skemmtilegar hugmyndir.  Þeir sem mættu á fundinn voru:           

Ívar Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Hlíðarfjalls
Kristinn Svanbergsson, Íþrótta og tómstundarfulltrúi Akureyrarbæjar
Tómas Ingi Jónsson, Skíðafélag Akureyrar, formaður
Viggó Benediktsson, skíðaáhugamaður
Gestirnir viku af fundi kl. 18:45

3. Fjárveitingar VMÍ
Stjórn VMÍ býður fram fjárframlag til uppbyggingar í Hlíðarfjalli í eftirfarandi verkefni og vísar því til ÍTA.

Vatnsransóknir í Hlíðarfjalli           1 m
Toglyfta við Fjarkann                    5 m
Skíðafæriband                              5 m
Jarðvinna og uppgræðsla              4 m
Snjógriðingar                                4 m

Einnig ítrekar stjórn VMÍ fyrri ákvörðun varðandi kaup á miðasölukerfi í Hlíðarfjalli.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:25