Fundur 49

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
49. fundur
26.11.2004   kl. 16:00
Glerárgötu 26

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Margrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson
 
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
            

1. Framtíðarverkefni, stór og smá

Skíðahótelið
Rætt var um framtíðarmöguleika varðandi áframhaldandi uppbyggingu skíðasvæðins í Hlíðarfjalli. Meðal þess sem var rætt var möguleg stækkun síðahótelsins og möguleg breyting í þjonustumiðstöð. Framkvæmdarstjóra falið að kanna hugsanlegan kostnað við slíkt.

Nýjar skíðalyftur
Umræður voru um framtíðarmöguleika á skíðalyftum. Ýmsar hugmyndir eru um staðsetningu á nýrri eða nýjum lyftum.  Stjórn VMÍ samþykkir að skipa vinnuhóp varðandi uppsetningar á hugsanlegum skíðalyftum. Framkvædarstjóra er falið að kanna kostnað við ýmsar útfærslur á skíðalyftum.

2. Skíðavalsbraut við VMA
Framkvædarstjóri kynnti stöðu mála varðandi skíðavalsbraut við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:40