Fundur 50

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
50. fundur
14. mars  2005  kl. 16:00
Skíðahótelinu Hlíðarfjalli

Stjórnarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Magrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson
   
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá
 
Krulludeild Skautafélags Akureyrar
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti á fundi sínum 14.02.2005 eftirfarandi bókun:

Erindi dags. 9. febrúar 2005 frá Hallgrími Ingólfssyni og Gísla Kristinssyni þar sem þeir óska eftir styrk til kaupa á búnaði fyrir Krulludeild Skautafélags Akureyrar.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar  stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands með ósk um fjármögnun á viðkomandi stofnbúnaði."
Stórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands samþykkir ofangreinda styrkbeiðni. Framkvæmdastjóra er falið að fylgja málinu eftir.

Snjóframleiðsla
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til við bæjarráð að hafist verði nú þegar handa við undirbúning að snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli með það að markmiði að hún geti hafist á haustdögum 2005. Ráðið vísar málinu til umsagnar stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands með ósk um að Vetraríþróttamiðstöðin fjármagni uppsetningu snjóframleiðslukerfisins.

Stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands samþykkir ósk Íþrótta og tómstundaráðs um að fjármagna stofnkostnað við uppsetningu á snjóframleiðslukerfi í Hlíðarfjalli um allt að 100 milljónir króna. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

Skíðasvæði við Eyjafjörð - Framtíð og möguleikar.
Rætt um skíðasvæði almennt og uppbyggingu skíðasvæða við Eyjafjörð. Lagt var fram bréf frá Skíðafélagi Dalvíkur. Framkvæmdastjóra falið að ræða við formann Skíðafélags Dalvíkur.

Önnur mál

Vetraríþróttir fatlaðra
Rætt um áframhaldandi uppbyggingu á vetraríþróttum fatlaðra á vegum VMÍ

Hlutverk Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands:      
Margrét Baldvinsdóttir vakti umræðu á hlutverki Vetraríþróttamiðstöðvar íslands  og vætingar til hennar.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:45