Fundur 52

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
52. fundur
29. ágúst 2005   kl. 16:00
Skíðahótelinu Hlíðarfjalli

Stjórnarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson
   
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
           
Dagskrá
 
Snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli
Framkvæmdarstjóri og formaður kynntu stöðu mála vegna framkvæmda við snjóframleiðslukerfi í Hlíðarfjalli.

Skautafélag Akureyrar
Erindi frá Skautafélagi Akureyrar varðandi hæðarmælir fyrir Íshefil í Skautahöllinni.
Stjórn VMÍ samþykkir að veita 900, 000 til kaupa á hæðarmælir vegna íshefils.

Skíðasamband Íslands
Erindi frá SKÍ er varðar styrkbeiðni vegna sumarskíðasvæðis á Snæfellsjökli.
Stjórn VMÍ tekur jákvætt í erindi SKÍ. Framkvæmdarstjóra falið að hafa samband við formann SKÍ.

Erindi frá SKÍ er varðar ósk um viðræður vegna aðstöðu Skíðasambandsins til æfinga fyrir skíðalið sitt.
Stjórn VMÍ býður fulltrúum SKÍ á næsta stjórnarfund sem haldinn verður 29 september, 2005

Önnur mál
Rætt um möguleika á ráðstefnu er tengist vetraríþróttum.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:30