Fundur 53

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
53. fundur
10. október 2005   kl. 16:00
Skautahöllinni Akureyri

Stjórnarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Margrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson
   
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá

Skíðasamband Íslands
Fulltrúar SKÍ mættu á fundinn, Þeir Friðrik Einarsson, formaður, Kristján Vilhelmsson varaformaður og Daníel Jakobsson.  Rætt var um uppbyggingu sumarskíðasvæðisins á Snæfellsjökli og áform SKÍ varðandi þá uppbyggingu.

Stjórn VMÍ samþykkir að veita styrk vegna tilraunaverkefnis um sumarskíðun  að upphæð 500,000 krónur.

Ráðstefna
Farið yfir drög að ráðstefnu varðandi vetraríþróttir og mannvirki. Margréti Baldvinsdóttur og framkvæmdastjóra falið útfæra dagskrá nánar.

Fjárhagsáætlun 2006
Fjárhagsáætlun 2006 lögð fyrir og samþykkt.

Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra
Farið yfir ráðningarsamning framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi á meðan.

Önnur mál:

Miðasölukerfi
Samþykkt að kaupa miðasölukerfi frá Ski Data.

Skíðagöngubraut og snjóframleiðsla
Bréf frá Ingvari Þóroddssyni varðandi snjóframleiðslu í skíðagöngubraut.
Formanni falið að ræða við bréfritara

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 19:10