Fundur 54

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
54. fundur
17. desember 2005  kl.  11:00
Bautanum,  Akureyri

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson, í síma frá Reykjavík
Margrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:

Dagskrá

Vígsla á snjóframleiðslukerfi í Hlíðarfjalli þar sem snjóframleiðslubúnaðurinn var formlega tekinn í notkun þótt enn eigi eftir að klára vatnsmiðlun og leggja lagnir í Strompbrekku.
Eftir vígsluathöfn hittust stjórnarmenn á Bautanum
 
Fundarefni

Launamál framkvæmdastjóra
Rætt var um laun og launamál framkvæmdastjóra í tengslum við launabreytingar hjá Akureyrarbæ. Formanni falið að ganga frá málinu.  Benedikt Geirsson var veðurtepptur í Reykjavík og tók þátt í fundinum í gegnum síma.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14:00