Fundur 55

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
55. fundur
11. apríl 2006  kl. 16:00
Skíðastöðum, Hlíðarfjalli

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Margrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
           
Dagskrá

Ársreikningur 2005
Ársreikningur fyrir árið 2005 var samþykktur og áritaður af stjórnarmönnum.

Ráðstefna VMÍ í janúar sl.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir ráðstefnu sem VMÍ stóð fyrir í janúar sl. Stefnt er að halda ráðstefnur reglulega í framtíðinni.

Námskeið fatlaðra á skíðum snjóbrettum
Þröstur Guðjónsson gerði grein fyrir námskeiði sem var haldið 3-5 mars í Hlíðarfjalli í samvinnu við Íþróttasamband Fatlaðra og Hlíðarfjall. Þresti var þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu fatlaðra

***

Formaður gerði grein fyrir bréfi sem var sent í samvinnu við Akureyrarbæ og Krullusamtök Íslands til WCF World Curling Federation vegna hugsanlegrar krulluhallar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:30