Fundur 56

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
56. fundur
8. maí  2006  kl. 16:00
Skíðagönguhúsinu, Hlíðarfjalli

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Margrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
           
Fulltrúar frá Íþrótta og tómstundadeild Akureyrar, Björn Snæbjörnsson formaður og Kristinn Svanbergsson, Íþrótta og tómstundafulltrúi, sátu fundinn.

Dagskrá

Bréf frá Skíðafélagi Akureyrar og Skíðasambandi Íslands varðandi skíðagöngumál á Akureyri.
Undir þessum lið mættu fulltrúar frá Skíðafélagi Akureyrar,
Tómas Ingi Jónsson, formaður ásamt Guðmundi Guðmundssyni, gjaldkera. Einnig voru á fundinum Sigurgeir Svavarsson, Ólafur Björnsson og Jóhannes Kárason.

Fulltrúarnir gerður grein fyrir aðstöðu göngufólks í Hlíðarfjalli og einnig í Kjarnaskógi. Góðar umræður fóru fram um breitt veðurfar síðustu ár og fundarmenn voru samála um að það þyrfti að bregðast við þessum aðstæðum.

Eftir gagnlegar og skemmtilegar umræður viku gestir af fundinu.

Stjórn VMÍ samþykkir að veita fjármagn í endurbætur á vegarslóða að gönguhúsi, ásamt því að halda áfram vinnu við snjógirðingar og jarðvinnu í skíðagönguleiðum ásamt skíðabrekkum.

Snjóframleiðsla
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir snjóframleiðsluverkefni sumarsins þar sem haldið verður áfram framkvæmdum til þess að klára þau verkefni sem ekki náðist að klára síðastliðið sumar.
 
Formaður VMÍ notaði þetta tækifæri og þakkaði fráfarandi formanni ÍTA fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu sem senn er að ljúka.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:30