Fundur 57

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
57. fundur
18. júlí 2006  kl. 16:00
Glerárgötu 26, Akureyri

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Margrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari
           
Dagskrá

Erindi frá ÍTA: Snjótroðarakaup
Erindi barst frá Íþrótta og tómstundaráði um viðræður vegna fjármögnunar snjótroðara í Hlíðarfjalli.  Stjórn VMÍ tekur jákvætt í erindið og skipar formann ásamt framkvæmdastjóra í vinnuhóp með fulltrúum ÍTA.

Snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir framkvæmdum. Áætlað er að þeim ljúki í byrjun september.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:30