Fundur 58

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
58. fundur
28. septeber 2006  kl. 16:00
Glerárgötu 26, Akureyri

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Magrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá

Erindi frá ÍTA: Niðurstaða vinnuhóps vegna kaupa á snjótroðurum.
Íþrótta og tómstundaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu vinnuhópsins um kaup á tveimur snjótroðurum frá Kassbohrer AG. Afhending snjótroðarana er í desember 2006 og október 2007.  Ráðið vísar fjarmögnun á kaupunum til stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.

Stjórn VMÍ tekur jákvætt í erindi ÍTA og samþykkir að fjármagna slík kaup.  Einnig samþykkir stjórn VMÍ kaup á gönguspora fyrir snjótroðara.

Snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir framkvæmdum.  Öllum megin verkþáttum er lokið við snjóframleiðslukerfið og því ekki eftir neinu að bíða en köldu veðri. Hluti stjórnarmanna fór í skoðunarferð í Hlíðarfjall til þess að skoða framkvæmdir sumarsins.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:30

***
   Fundargerð í Pdf