Fundur 60

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
60. fundur
22. janúarr 2007  kl. 16:00
Glerárgötu 26

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Magrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn: 
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá

Fjarhagsáætlun
Fjárhagsáætlun fyrir 2007 lögð fram og samþykkt.  Framkvæmdastjóra falið að kanna reglur um millifærslu fjármuna á milli ára.

Erindi frá KKA varðandi uppbyggingu á akstursíþróttasvæði félagsins:
Þorsteinn Hjaltason formaður KKA mætti á fundinn og kynnti starfssemi félagsins og framtíðaruppbygginu á svæðin sem helst tengist vetrarnotkun.

Kl. 17 þurfti Þröstur Guðjónsson að fara af fundi.

Búnaður vegna snjóbrettaiðkunnar
Forstöðumaðurinn í Hlíðarfjalli kynnti möguleika á pöllum og reilum fyrir snjóbrettaiðkenndur í Hlíðarfjalli

Störf framkvæmdastjóra VMÍ
Starfsvettfangur framkæmdastjóra var ræddur með tilliti til breyttra starfsreglna hjá Akureyrarbæ varðandi stjórnendagreiðslur.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:45

***
   Fundargerð í Pdf