Fundur 61

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
61. fundur
12. mars, 2007  kl. 16:30
Glerárgötu 26, fjórðu hæð

Nefndarmenn:
Margrét Baldvinsdóttir, varaformaður
Benedikt Geirsson
Nói Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir,varamaður
     
Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

ÍRA------KKA Akstursíþróttafélag - styrkbeiðni
Erindi frá ÍRA varðandi uppbyggingu til vetraríþrótta á athafnasvæði KKA er samþykkt að upphæð 3,5 milljónir króna til uppsetningu lýsingar á svæðinu.

ÍRA------Hlíðarfjall – bætt aðstaða  snjóbrettafólks
Erinidi frá ÍRA varðandi uppbyggingu á snjóbrettabúnaði í Hlíðarfjalli er samþykkt að upphæð 1 milljón króna

Skautafélagi Akureyrar -  ósk um áheyrnarfulltrúa
Stjórn VMÍ vill benda SA á að fulltrúar SA eru ávallt velkomnir á fundi þegar artiði varðandi skautaíþróttina eru tekin fyrir og einnig vekja athygli á því að fulltrúi íþróttafélaga á Akureyri er fulltrúi ÍBA sem á sæti í stjórn VMÍ.

Á þessum tímapunkti mætti Nói Björnsson á fundinn, 17:05

Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí á Akureyri 2008
Bjarni Gautason og Margrét Ólafsdóttir frá Íshokkísambandi Íslands  mættu undir þessum lið og kynntu verkefnið sem verður sótt um til Alþjóðasambandsins um miðjan maí.
Stjórn VMÍ þakkar fyrir erindi Íshokkísambands Íslands varðandi fjárhagsstyrk til þess að halda heimsmeistaramót 3. deildar kvenna í íshokkí. Málinu frestað til næsta fundar

Fyrirspurn um áhuga á samstarfi um verkefni um loftslagsbreytingar
Erindi frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um mögulega aðkomu VMÍ að alþjóðlegu verkefni um loftslagsbreytingar á norðurslóðum.  Vetraríþróttamiðstöð Íslands getur ekki orðið við þessari ósk.

Göngubraut í Hlíðarfjalli
Forstöðumaður skíðasvæðisins gerði grein fyrir þeim  framkvæmdum sem hafa átt sér stað á göngusvæðinu í Hlíðarfjalli síðastliðið sumar og haust. Þessi breyting hefur skilað mun betri aðstöðu og aukinni aðsókn á svæðið.

Snjóflóðamál
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir ferð sinni til Austuríkis þar sem hann kynntist meðferð sprengiefnis við snjóflóðastjórnun.

Snjóframleiðsla í Reykjavík
Benedikt Geirsson gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt  Guðmundi Karli, framkvæmdastjóra sátu í Skálafelli laugardaginn 10. mars sl.  varðandi mögulega uppbyggingu á snjóframleiðslu í Skálafelli.

Fjárhagsstaða VMÍ
Rætt var um fjárhagsstöðu Vetraríþróttamiðstöðvarinnar til uppbyggingar. Framkvæmdastjóra falið að taka saman þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á síðustu 4 árum sem og að setja saman kostnaðaráætlun varðandi áframhaldandi uppbyggingu.

Launamál framkvæmdastjóra
Launamál framkvæmdastjóra voru rædd. Margréti Baldvinsdóttur og Nóa Björnssyni falið að skoða málið.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:45

***
   Fundargerð í Pdf