Fundur 63

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
63. fundur
4. júlí, 2007  kl. 08:30
Glerárgötu 26, annari hæð

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Benedikt Geirsson
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá

Hlíðarfjall- framkvæmdir
Erindi frá Íþróttaráði Akureyrar varðandi kostnað við framkvæmdir í Hlíðarfjalli.
Stjórn VMÍ samþykkir erindið sem hljóðar uppá 16 milljónir og skiptist á eftirfarandi hátt.
Skíðaleiðir, vegslóðar og sáning        7 m
Veðurstöðvar                    2 m
Lýsing í skíðabrekkum og brautum    6m
Merkingar skíðaleiða            1 m
Samtals                    16m

Íþróttasamband fatlaðra - styrkbeiðni
Íþróttasamband fatlaðra óskar eftir styk fyrir Guðnýu Bachmann sem hefur verið að mennta sig á sviði vetraríþrótta og útivistar fyrir fatlaða.
Stjórn VMÍ samþykkir að styrkja ÍF um 100.000 krónur og óskar eftir að Guðný Bachmann mæti á fund VMÍ við fyrsta tækifæri og fræði stjórnarfólk um sitt nám.

Bréf frá ÍRA varðandi aukafjarmagn vegna snjóframleiðslu.
Frestað

Samþykkt ársreikninga 2006
Frestað

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 11:00

***
   Fundargerð í Pdf