Fundur 64

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
64. fundur
4. október, 2007  kl. 16:45
Glerárgötu 26, fjórðu hæð

Nefndarmenn:   
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Margrét Baldvinsdóttir
Benedikt Geirsson
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá

Skýrsla Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands
Fortíð, nútíð og framtíð. Skýrslan kynnt fyrir stjórn VMÍ. Umræður fóru fram um skýrsluna. Skýrslan verður send til Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytis og verður höfð til hliðsjónar vegna viðræðna Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins varðandi endurnýjun á samningi Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins.

Styrkbeiðni frá Íshokkísambandi Íslands
Erindi barst frá Íshokkísambandi Íslands varðandi styrk til kaupa á gagnaskráningarkerfi á íshokkíleikjum. Stjórn VMÍ frestar afgreiðslu erindisins og felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga.

Erindi frá ÍRA vegna kostnaðar við snjóframleiðslu:
Hlíðarfjall - snjóframleiðsla. 2007090098 / 06-720

Íþróttaráð Akureyrar sendi erindi varðandi lokakostnað vði snjóframleiðslukerfi í Hlíðarfjalli. Heildarkostnaður kerfisins varð 138,085,440.  Stjórn VMÍ var áður búið að samþykkja kostnað allt að 110 milljónir.  Stjórnin samþykkir þennan viðbótarkostnað sem varð til vegna framkvæmdana jafnframt lýsir stjórn VMÍ yfir ánægju með hvernig til tókst með verkefnið.

Snjóflóðanámskeið og hættumat vegna snjóflóða
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir reglugerð varðandi snjóflóðamál á skíðasvæðum.  Til stendur að hefja fræðslu á snjóflóðamálum á skíðasvæðum í vetur. Stjórn VMí lýsir ánægju með þessi mál og er libúið til samstarfs um þessi mál.

Ársreikningar 2006
Ársreikningar fyrir 2006 samþykktir.

Námskeið fatlaðra
Þröstur Guðjónsson gerði grein fyrir stöðu mála í skíða og snjóbrettamálefnum fatlaðra.  Mikið og gott starf hefur verið unnið og hefur félagið Klakarnir séð um skíðakennslu í Hlíðarfjalli síðastliðinn vetur við góðan árangur.  Stefnt er að halda námskeið í vetur með aðkomu erlendra leiðbeinanda.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:00

***
   Fundargerð í Pdf