Fundur 65

Vetraríþróttamiðstöð Íslands – Fundargerð
65. fundur
7. desember  2007  kl. 16:45
Glerárgötu 26, 4 hæð

Nefndarmenn:
Þórarinn B. Jónsson, formaður
Benedikt Geirsson
Magrét Baldvinsdóttir
Nói Björnsson
Þröstur Guðjónsson

Starfsmenn:       
Guðmundur Karl Jónsson, fundarritari

Dagskrá

Styrkbeiðni frá Íshokkísambandi Íslands vegna upplýsinga og skráningarkerfa
Stjórn Vetraríþróttamiðstövar Íslands samþykkir að styrkja Íshokkísamband Íslands um 250,000 krónur vegna kaupa á upplýsinga og skráninagrkerfis á kappleikjum sem settar verða upp í öllum skautahöllum á landinu.

Erindi frá ÍRA vegna óska KKA um styrkbeiðni til kaupa á  tímatökubúnaði   2007120002/06-13
Stjórn VMÍ hafnar erindinu en framkvæmdastjóra falið að ræða við íþróttaráð Akureyrar varðandi tímatökubúnað í víðara samhengi.

Kynning á fundi framkvæmdastjóra með sænsku skíðasvæðasamtökunum
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með framkvæmdastjóra sænsku skíðasvæðasamtökunum varðandi mögulega samvinnu á sviði fræðslu og öryggismála.
Stjórnin þakkar fyrir fróðlegt erindi.

Námskeið fyrir fatlaða á skíðum
Þröstur Guðjónsson gerði grein fyrir viðræðum sem eiga sér stað vegna komu erlendra leiðbeinanda í mars 2008 til þess að halda námskeið , en þau hafa verið haldin annað hvert ár síðan  árið 2000. Stjórn VMÍ styður verkefnið og felur framkvæmdastjóra að vinna að verkefninu með Þresti og Íþróttasambandi fatlaðra.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:10

***
   Fundargerð í Pdf